Beiðni um fund
Málsnúmer 2508116
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 159. fundur - 27.08.2025
Mál áður á dagskrá 158. fundar byggðarráðs þann 20. ágúst 2025 þar sem fallist var á að bjóða nokkrum leigutökum á Nöfum á fund byggðarráðs.
Til fundarins komu Sunna Atladóttir, lögmaður og Sigurjóna Skarphéðinsdóttir fyrir hönd leigutaka á Nöfum auk Arnórs Halldórssonar lögmanns Skagafjarðar sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Rætt var um innihald nýrra lóðaleigusamninga um lóðir á Nöfum auk þess sem farið var yfir skilmála sem snerta leigulok og skil á lóðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegu erindi með tillögum sem hægt er að taka afstöðu til. Veittur er frestur til 10. september.
Til fundarins komu Sunna Atladóttir, lögmaður og Sigurjóna Skarphéðinsdóttir fyrir hönd leigutaka á Nöfum auk Arnórs Halldórssonar lögmanns Skagafjarðar sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Rætt var um innihald nýrra lóðaleigusamninga um lóðir á Nöfum auk þess sem farið var yfir skilmála sem snerta leigulok og skil á lóðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegu erindi með tillögum sem hægt er að taka afstöðu til. Veittur er frestur til 10. september.
Byggðarráð Skagafjarðar - 161. fundur - 10.09.2025
Á 159. fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 27. ágúst sl. mættu til fundarins umboð frá leigutökum á lóðum á Nöfum á Sauðárkróki sem óskað höfðu eftir að fá að koma fyrir fund byggðarráðs. Rætt var um efnislegt inntak lóðarleigusamninga og skil á lóðum við samningslok. Byggðarráð óskaði eftir að frá hópnum kæmi formlegt erindi með útfærslum sem þau leggðu til, þannig að byggðarráð gæti tekið afstöðu til þeirra. Þá var veittur frestur til að skila inn formlegu erindi fyrir byggðarráð til 10. september 2025.
Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu, hefur tekið við málinu fyrir hönd hópsins og sent byggðarráði erindi dagsett 10. september 2025 þar sem hún óskar eftir þriggja vikna fresti til að skila inn fyrrgreindum tillögum fyrir byggðarráð.
Byggðarráð ákveður samhljóða að hafna beiðni um frekari frest og bendir á að nú séu meira en 8 mánuðir liðnir frá því umræddir lóðarleigusamningar runnu út.
Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu, hefur tekið við málinu fyrir hönd hópsins og sent byggðarráði erindi dagsett 10. september 2025 þar sem hún óskar eftir þriggja vikna fresti til að skila inn fyrrgreindum tillögum fyrir byggðarráð.
Byggðarráð ákveður samhljóða að hafna beiðni um frekari frest og bendir á að nú séu meira en 8 mánuðir liðnir frá því umræddir lóðarleigusamningar runnu út.
Byggðarráð Skagafjarðar - 162. fundur - 17.09.2025
Á 161. fundi byggðarráðs var tekin fyrir beiðni um aukinn frest til að útfæra tillögur hópsins að leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð var á einu máli um að ekki yrðu veittir frekari frestir vegna málsins. Sunna Axelsdóttir lögfræðingur hefur fyrir hönd hópsins óskað eftir rökstuðningi frá byggðarráði vegna ákvörðunarinnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að setja saman drög að rökstuðningi og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að setja saman drög að rökstuðningi og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 163. fundur - 24.09.2025
Arnór Halldórsson, lögmaður sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Hópur leigutaka lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks höfðu farið þess á leit að fá að bera undir byggðarráð hugmyndir að breyttu orðalagi lóðarleigusamninga vegna lóða á Nöfum. Byggðarráð varð við þeirri beiðni og óskaði eftir skriflegu erindi frá hópnum til að taka afstöðu til. Engar tillögur bárust byggðarráði, en Sunna Axelsdóttir sendi byggðarráði erindi og óskaði eftir frekari fresti til að vinna að tillögum að leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð hafnaði því að veita frekari fresti í málinu á 161. fundi sínum þann 10. september sl. Í framhaldi þess hefur Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs á því að hafna því að veita frekari frest í málinu.
Arnór gerði grein fyrir drögum að umbeðnum rökstuðningi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að senda rökstuðning byggðarráðs fyrir ákvörðuninni.
Hópur leigutaka lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks höfðu farið þess á leit að fá að bera undir byggðarráð hugmyndir að breyttu orðalagi lóðarleigusamninga vegna lóða á Nöfum. Byggðarráð varð við þeirri beiðni og óskaði eftir skriflegu erindi frá hópnum til að taka afstöðu til. Engar tillögur bárust byggðarráði, en Sunna Axelsdóttir sendi byggðarráði erindi og óskaði eftir frekari fresti til að vinna að tillögum að leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð hafnaði því að veita frekari fresti í málinu á 161. fundi sínum þann 10. september sl. Í framhaldi þess hefur Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs á því að hafna því að veita frekari frest í málinu.
Arnór gerði grein fyrir drögum að umbeðnum rökstuðningi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að senda rökstuðning byggðarráðs fyrir ákvörðuninni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða fyrrgreindum aðilum til næsta fundar ráðsins.