Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

156. fundur 13. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Guðrún Helgadóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun fjallskilanefnda 2011

Málsnúmer 1104026Vakta málsnúmer

Einar fór yfir fjárhagsáætlun fjallskiladeilda og gerði grein fyrir þeim. Kr. 3.000.000.- er í þennan málaflokk á fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda samþykkt eins og þær liggja fyrir. Greitt verður út samkvæmt áætluninni að loknum skilum á ársreikningi sl árs.

2.Refaveiðar

Málsnúmer 1010109Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að aðeins kemur framlag úr ríkissjóði til minkaveiði, samtals 400.000.- kr. Framlag Sveitarfélagsins til þessa málaflokks eru 5.000.000.- kr. Áætluð skipting fjár í málaflokkinn 2011 er kr. 3.850.000.- til refaveiði og kr. 1.550.000.- til minkaveiði. Samþykkt er að þessi skerðing komi fram á gjaldi fyrir veidd dýr og einnig í minni veiði. Veiðimönnum verður kynnt niðurstaðan og kvótaskiptingin.

Samþykkt að skora á Alþingi að taka til afgreiðslu og samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum um vsk Nr. 50/1998 m.sbr. Samþykkt að nefndin kanni möguleika á að afla frekari gagna og úrvinnslu á fyrirliggjandi gögnum til að sýna gildi refaveiða. Alþingi verður send bókun nefndarinnar vegna þessa liðar.

3.Kaup eða leiga á landi

Málsnúmer 1102139Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Byggðarráði og varðar ósk Jóhanns Friðgeirssonar um kaup á ræktunarlandi í Hofsósi. Fjallskilanefnd Unadals og Hofsóss er sammála um að það eigi ekki að selja landið né leigja til langs tíma. Fjallskilanefndin bendir á að umrætt hólf er almenningshólf á haustin þá ekki hægt að sjá af þessu landi til einkaaðila að mati Fjallskilanefndarinnar. Landbúnaðarnefnd tekur undir sjónarmið Fjallskilanefndarinnar og leggur til að landið verði ekki selt. Landið verði áfram í umsjón Fjallskilanefndarinnar. Landbúnaðarnefnd bendir á nauðsyn þess að stærðarákvarða beitarland við Hofsós og beinir því til tæknideildar að framkvæma málið.

4.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer

Rætt um söfnun á dýrahræjum í dreifbýli og urðun á þeim. Ekki er lengur heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Samþykkt að fara í skipulega söfnum sem kynnt verður bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Sorphirða til sveita verði jafnframt kynnt.

5.Vegslóðar á Borgarey

Málsnúmer 1104028Vakta málsnúmer

Ákveðið að fara í vetvangsferð og skoða aðstæður.

6.Girðingar meðfram Þverárfjallsvegi

Málsnúmer 1104033Vakta málsnúmer

Á fundi Landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. ágúst 2008. var fjallað um kvartanir og slys sem orðið hafa vegna búfjár á Þverárfjallsvegi, en fjöldi kvartanna vegna búfjár á veginum hefur aukist mjög með aukinni umferð um veginn.

Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum og send Vegagerðinni.

?Öllum er ljós sá vandi sem er vegna lausagöngu búfjár á Þverárfjallsvegi, bæði meðan sauðfé og hross eru á afrétti en einnig á tímum utan þess, en hluti landsins með veginum eru heimalönd sem búfjáreigendur eru að nýta utan afréttartíma. Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að girða sem allra fyrst með veginum alla leið. Hafa verður samráð við alla aðila á vegsvæðinu og lýsir Landbúnaðarnefnd sig reiðubúna til samstarfs?. Nú er þessi bókun ítrekuð með von um skjótar úrbætur. Minnt á jákvæðar undirtektir Vegagerðarinnar sem fram komu í bréfi dagsettu 27. ágúst 2008.

7.Réttin á Hvíteyrum

Málsnúmer 1104029Vakta málsnúmer

Á fjárhagsáætlun eru áætlaðar kr. 300.000.- til viðhalds réttarinnar. Ákveðið að fara í vetvangsferð og skoða aðstæður í samráði við fjallskilanefnd framhluta Seylu- og Lýtingsstaðahrepps

8.Girðingarúttekt 2010

Málsnúmer 1104032Vakta málsnúmer

Sigurður Haraldsson lagði fram til kynningar yfirlit um viðhald girðinga árið 2010.

9.Erindi til landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 1103098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Fundur fjáreigenda í Fljótum og Fjallabyggð

Málsnúmer 1102051Vakta málsnúmer

Bréf fjáreigenda í Fljótum til Matvælastofnunar lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.