Fara í efni

Kaup eða leiga á landi

Málsnúmer 1102139

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 551. fundur - 31.03.2011

Lagt fram bréf frá Jóhanni Þór Friðgeirssyni og Friðgeiri Inga Jóhannssyni, þar sem þeir vilja kanna þann möguleika á að fá keypt eða leigt á langtímaleigu, land það er liggur ofan Hofsóss, svokallaðan Syðri-Flóa, sem liggur sunnan Unadalsvegar og austan Siglufjarðarvegar.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 156. fundur - 13.04.2011

Fyrir liggur erindi frá Byggðarráði og varðar ósk Jóhanns Friðgeirssonar um kaup á ræktunarlandi í Hofsósi. Fjallskilanefnd Unadals og Hofsóss er sammála um að það eigi ekki að selja landið né leigja til langs tíma. Fjallskilanefndin bendir á að umrætt hólf er almenningshólf á haustin þá ekki hægt að sjá af þessu landi til einkaaðila að mati Fjallskilanefndarinnar. Landbúnaðarnefnd tekur undir sjónarmið Fjallskilanefndarinnar og leggur til að landið verði ekki selt. Landið verði áfram í umsjón Fjallskilanefndarinnar. Landbúnaðarnefnd bendir á nauðsyn þess að stærðarákvarða beitarland við Hofsós og beinir því til tæknideildar að framkvæma málið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 551. fundar byggðaráðs staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 156. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með með níu atkvæðum.