Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Kjör formanns félags- og tómstundanefndar
Málsnúmer 0810010Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn hefur kjörið Svein Allan Morthens til áframhaldandi setu í Félags- og tómstundanefnd frá 18. sept. 2008 til 18. sept. 2009. Varaformaður, Þórdís Friðbjörnsdóttir, stingur upp á að Sveinn Allan gegni áfram formennsku í nefndinni og er það samþykkt samhljóða.
2.Umsókn um styrk úr afreksmannasjóði íþróttamanna
Málsnúmer 0809076Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita Helgu Einarsdóttur, 50.000 kr styrk vegna þátttöku hennar í A-landsliði kvenna í körfuknattleik árið 2008.
3.Ungmennaráð, beiðni um upplýsingar
Málsnúmer 0809065Vakta málsnúmer
Fyrirspurn Umboðsmanns barna varðandi ungmennaráð lögð fram. Frístundastjóra falið að svara fyrirspurn Umboðsmanns.
4.Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006 - 2010
Málsnúmer 0810009Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til Byggðarráðs að nú þegar verði gerð úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun er að ræða, sbr. 1. gr. jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.
5.Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sv.fél. og héruðum
Málsnúmer 0810003Vakta málsnúmer
Sáttmálinn lagður fram til kynningar
6.Málefni fatlaðra Stefnumótun 2008 - 2012
Málsnúmer 0810002Vakta málsnúmer
Stefnumótunin lögð fram og rædd.
7.SSNV Málefni fatlaðra fjárhagsáætlun
Málsnúmer 0810005Vakta málsnúmer
Endurskoðuð fjárhagsáætlun SSNV fyrir 2008 lögð fram. Tekið verður mið af henni við endurskoðun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins
8.Atvinnumál fatlaðra, flutningur til Vinnumálastofnunar
Málsnúmer 0810001Vakta málsnúmer
Bréf Félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 22. september 2008 lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.