Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006 - 2010
Málsnúmer 0810009
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 129. fundur - 02.10.2008
Félags- og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til Byggðarráðs að nú þegar verði gerð úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun er að ræða, sbr. 1. gr. jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Afgreiðsla 129. fundar félags- og tómstundanefndar 02.10.08 staðfest á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08 með níu atkvæðum.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 6. fundur - 08.10.2008
Félags-og tómstundanefnd minnir á skv. jafnréttisáætlun, að byggðaráð á að láta fara fram úrtakskönnun á launamun . Er jafnréttið virt hjá sveitarfélaginu ?
Launadeild verður falið að gera þessa könnun.
Launadeild verður falið að gera þessa könnun.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008
Lagt fram erindi frá 129. fundi félags- og tómstundanefndar þar sem beint er þeim tilmælum til byggðarráðs að nú þegar verði gerð úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun er að ræða, sbr. 1. gr. jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela stjórnsýslu- og fjármálasviði að framkvæma launakönnunina.
Byggðarráð samþykkir að fela stjórnsýslu- og fjármálasviði að framkvæma launakönnunina.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008
Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 01.09.2009
Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála. Ákveðið að taka málið fyrir á næsta fundi, m.a. að taka ákvörðun um reglur um áreitni á vinnustað og jafnréttisviðurkenningu. Þá óskar nefndin eftir greinargerð um launakönnun.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 09.02.2010
Farið yfir framkvæmdaáætlun.
Ákveðið að ræða launakönnun frekar á næsta fundi.
Félagsmálastjóra falið að senda bréf til allra stjórnmálaflokka/framboða til sveitarstjórnarkosninga í sveitarfélaginu til að vekja athygli á jafnréttissjónarmiðum við val á fulltrúum til starfa í nefndum.
Reglur um meðferð mála er varða áreitni á vinnustað verði lagðar fyrir næsta fund.
Gengið verði frá samantekt um framkvæmd áætlunarinnar fyrir lok kjörtímabilsins.