Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

871. fundur 19. júní 2019 kl. 11:30 - 12:28 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 1906174 Umsókn um tækifærisleyfi Árgarður harmonikuball, á dagskrá með afbrigðum.

1.Unicef á Íslandi hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 1906108Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 22. maí 2019 frá UNICEF á Íslandi þar sem samtökin hvetja öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Slíku verklagi þarf að fylgja eftir með markvissri og reglubundinni fræðslu til barna og fullorðinna.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og bendir á nýsamþykkar reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustu að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afla upplýsinga um kaup á tölfræðiniðurstöðum Rannsóknar og greiningar sem snúa að ofbeldi og vanrækslu barna í Skagafirði.

2.Úrbætur á húsnæði Varmahlíðarskóla 2019

Málsnúmer 1905080Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 40. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 14. júní 2019. Beinir nefndin því til byggðarráðs og hreppsnefndar Akrahrepps að samþykkja viðhaldsverkefni við Varmahlíðarskóla að fjárhæð 5 milljónir króna. Viðhaldsverkefnið er ekki á fjárhagsáætlun ársins 2019.
Byggðarráð samþykkir verkefnið og vísar til viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019.

3.Sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 1601183Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 20. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 12. júní 2019. Byggingarnefndin óskar eftir því við byggðarráð að gerður verði 50 milljón króna viðauki við framkvæmdaáætlun ársins 2019.
Byggðarráð samþykkir útgjöldin og vísar til viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019.

4.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1906155Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Viðaukinn snýr að hækkun framkvæmdafjár um 50 milljónir króna vegna Sundlaugar Sauðárkróks. Fjármögnun mætt með lækkun handbærs fjár.
Launaleiðréttingar vegna ákvæða í kjarasamningum, starfsloka starfsmanna og gjaldfærslu lífeyrissjóðsskuldbindinga. Samtals eru þessar breytingar að fjárhæð 65.239 þús.kr. til gjalda og er þeim mætt með lækkun launapotts á málaflokki 27 um 50.438 þús.kr. og lækkun verðbréfaeignar um 14.801 þús.kr.
Breyting framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 50.632 þús.kr. til tekna skv. tilkynningu frá 12. júní 2019 og hækkar handbært fé um þá fjárhæð.
Aðrar breytingar eru vegna framlags til Náttúrustofu Norðurlands vestra, 5 mkr., Matarkista Skagafjarðar tekjur 1 mkr. og gjöld 1 mkr., Brunavarnir Skagafjarðar, auknar tekjur frá HSN 2 mkr., aukið fé til sérstakra húsnæðisbóta 2,4 mkr., Árskóli vegna aðgangs að Landskerfi bókasafna 134 þús.kr. Eignasjóður vegna viðhalds Varmahlíðarskóla, 4 mkr. sbr. bókun samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 14. júní 2019. Samtals nema þessar breytingar í rekstri 9.534 þús.kr. sem mætt er með lækkun handbærs fjár um 10.534 þús.kr. og lækkun skammtímaskulda um 1.000 þús.kr.
Handbært fé í lok árs er áætlað 68.929 þús.kr. í A-hluta en 105.593 þús.kr. í samstæðunni.

5.Beiðni um afnot af landi til gróðursetningar

Málsnúmer 1906164Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. júní 2019 frá Björgvini M. Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir því að fá að koma á fund byggðarráðs til að fylgja eftir umsókn sinni um að fá land norðan Hofsár til gróðursetningar. "Svæðið sem um er að ræða er frá veg sem að liggur norður fyrir Hofsána vestan megin, þar fyrir ofan hvamminn að þjóðvegi sem og upp að Norðurlandsvegi að austan."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar og í framhaldinu að boða Björgvin á fund ráðsins.

6.Umsókn um tækifærisleyfi Árgarður harmonikuball

Málsnúmer 1906174Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1906173 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dags. 18.06. 2019 sækir Marta María Friðþjófsdóttir, kt. 230364-6999, Litlu Hlíð, 561 Varmahlíð, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna harmonikkuballs sem fyrirhugað er að halda frá kl. 20:00 þann 22.júní 2019 til 02:00 23.júní 2019 í Félagsheimilinu Árgarði, Steinsstöðum, 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti.

7.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 20. sept 2019

Málsnúmer 1906138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þann 20. september 2019.

8.Eyvindarstaðaheiði ehf. - aðalfundur 2018

Málsnúmer 1905141Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyvindarstaðaheiðar ehf. frá 3. júní 2019.

Fundi slitið - kl. 12:28.