Lagt fram bréf dagsett 22. maí 2019 frá UNICEF á Íslandi þar sem samtökin hvetja öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Slíku verklagi þarf að fylgja eftir með markvissri og reglubundinni fræðslu til barna og fullorðinna. Byggðarráð þakkar fyrir erindið og bendir á nýsamþykkar reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustu að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afla upplýsinga um kaup á tölfræðiniðurstöðum Rannsóknar og greiningar sem snúa að ofbeldi og vanrækslu barna í Skagafirði.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og bendir á nýsamþykkar reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustu að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afla upplýsinga um kaup á tölfræðiniðurstöðum Rannsóknar og greiningar sem snúa að ofbeldi og vanrækslu barna í Skagafirði.