Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

847. fundur 05. desember 2018 kl. 08:30 - 15:09 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Íbúðarhúsnæði fyrir sveitarfélög kynning Hrafnshóll ehf

Málsnúmer 1811301Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28.11. 2018 frá Hrafnshóli ehf. þar sem fyrirtækið býður fram samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis - eða annars húsnæðis sem þörf er á í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum félagsins til fundar við ráðið.

2.Snjómokstur í fremri hluta Lýtingsstaðahrepps hins forna

Málsnúmer 1612244Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 148. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. nóvember 2018 þar sem nefndin beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.
Byggðarráð tekur undir bókun umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir að fela sveitarstjóra að senda Vegagerðinni erindi vegna þessa.

3.Tillaga - úttekt á rekstri sveitarfélagsins

Málsnúmer 1809198Vakta málsnúmer

Lögð fram verkefnistillaga frá RR ráðgjöf vegna úttektar á veitu- og framkvæmdasviði. Markmið verkefnisins er að greina núverandi stöðu stjórnsýslu, reksturs og fjármála á veitu- og framkvæmdasviði. Meta hvernig til hefur tekist við sameiningu og samþættingu þjónustu á sviðinu eftir sameiningu árið 2012. Leitað verður eftir hagræðingartækifærum og metnir valkostir til aukinnar rafrænnar sjálfþjónustu íbúa og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins við verk- og þjónustubeiðnir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verkefnistillögu.

4.Hvatapeningar

Málsnúmer 1809366Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 261. fundar félags- og tómstundanefndar frá 26. nóvember 2018 varðandi hvatapeninga til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagt er til að hvatapeningar til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hækki úr 8.000 krónum í 25.000 krónur þann 1. janúar 2019. Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður hækka styrk sinn til aðildarfélaga UMSS um 1,2 milljónir króna á árinu 2019 gegn því að félögin hækki ekki æfingagjöld sín á árinu 2019.
Einnig er lagt til að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn UMSS og félaga innan vébanda þess um breytt fyrirkomulag æfingagjalda og samspil hvatapeninga og styrkja.
Breytingarnar miði að því að samræma gjöld íþróttafélaganna sem og jafna möguleika og aðstæður barna til íþróttaiðkunar, ásamt því að efla faglegt starf íþróttafélaganna.
Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar um hvatapeninga á árinu 2019.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
Fulltrúi VG og óháðra fagnar því að hvatapeningar hækka verulega frá því sem nú er þótt hækkunin nemi ekki þeirri tölu sem hún lagði til.

5.Gjaldskrá 2019 - Hús frítímans

Málsnúmer 1811055Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 261. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Húsi frítímans frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Gjaldskrá 2019 - íþróttamannvirki

Málsnúmer 1811053Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 261. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Gjaldskrá í grunnskóla frá 1. janúar 2019

Málsnúmer 1811135Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá grunnskóla frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

8.Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar 1. janúar 2019

Málsnúmer 1811137Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá tónlistarskóla frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2019

Málsnúmer 1811136Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 137. fundi fræðslunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.

10.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1811178Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1811179Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1811177Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 61. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Gjaldskrá 2019 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1811244Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 53. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga um 3% hækkun á gjaldskrá hitaveitu og vatnsveitu frá og með 1. janúar 2019.
Hlutfallsgildi vatnsgjalds vatnsveitu af álagningarstofni hækkar ekki.
Einnig er lögð fram tillaga um breytta 1. málsgrein gjaldskrá vatnsveitu; "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða vatnsgjald árlega. Sama á við um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr kaldavatnskerfum Skv." Málsgreinin fellur brott og verður svohljóðandi;
"Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda."
Byggðarráð samþykkir annars vegar gjaldskrá hitaveitu og hins vegar gjaldskrá vatnsveitu og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811071Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 148. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

15.Umsagnarbeiðni Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Málsnúmer 1811232Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 237/2018 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Óskað er eftir umsögnum um textadrög fyrstu tveggja verkefna þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu. Upplýsingar um málið, umsagnir og gögn er að finna í hppts://samradsgatt.island.is
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn í samráðsgáttina eftirfarandi umsögn:
Ef hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ná fram að ganga er mikilvægt fyrir atvinnuþróun hjá þeim sveitarfélögum sem eiga land innan þjóðgarðs að öll þau störf sem verða til vegna þjóðgarðsins verði á landsbyggðinni. Þar með talin eru störf stjórnar þjóðgarðsins. Ef litið er til Vatnajökulsþjóðgarðs skýtur það skökku við að nánast öll yfirstjórn þjóðgarðsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Líta skal til þess að störf sem verða til við nýjan þjóðgarð verði að lágmarki störf án staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnu á landsbyggðinni.

16.Umsagnarbeiðni reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 1811318Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem ráðuneytið vekur athygli á að það hefur birt til umsagnar í samráðsgátt, drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

17.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingar á húsnæðisbótum

Málsnúmer 1811287Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks), 140. mál.

18.Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 Verkefnis- og matslýsing

Málsnúmer 1811289Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2018 frá Landsneti hf. varðandi undirbúning mótunar kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028 sem ætlað er að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets.

19.Rekstrarupplýsingar 2018

Málsnúmer 1805011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-september 2018. Niðurstaða rekstrar er ásættanleg á tímabilinu og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2018.

20.Fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer

Unnið með fjárhagsáætlun 2019-2023. Á fund ráðsins komu eftirtalin til viðræðu:
Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs komu á fundinn kl. 09:30 og fóru yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem undir umhverfis- og samgöngunefnd heyra. Ingibjörg vék af fundi kl. 10:10.
Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar kom á fundinn kl. 10:15 og var farið yfir fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna. Véku Haraldur og Indriði af fundi kl. 10:35.
Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar kom á fundinn og fór yfir málaflokka sem heyra undir nefndina ásamt Margeiri Friðrikssyni. Gunnsteinn vék af fundi kl. 11:35.
Margeir Friðriksson kynnti fjárhagsáætlun landbúnaðarmála.
Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar kom á fundinn kl. 12:00 ásamt Herdísi Á. Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur félagsmálastjóra, Þorvaldi Gröndal frístundastjóra og Bertínu Bodriguez sérfræðings á fjölskyldusviði. Farið var yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir nefndina. Guðný, Gréta Sjöfn og Þorvaldur véku af fundi kl. 13:00.
Laufey Skúladóttir formaður fræðslunefndar kom til fundar kl. 13:10 ásamt Selmu Barðdal fræðslustjóra til að fjalla um fjárhagsáætlun vegna fræðslumála sem heyra undir nefndina. Laufey, Selma, Herdís og Bertína véku af fundi kl. 13:45.
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdsviðs kom til fundar kl. 14:00 og kynnti fjárhagsáætlun málaflokks 07-Bruna- og almannavarna. Vék hann af fundi kl. 14:25.
Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn kl. 14:30 og fór yfir fjárhagsáætlun málaflokks 09-Skipulags- og byggingarmál. Vék hann af fundi kl. 14:50.
Að lokum fór Margeir Friðriksson yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-Sameiginlegir liðir.

Fundi slitið - kl. 15:09.