Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

760. fundur 13. október 2016 kl. 09:00 - 10:18 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.

Málsnúmer 1505212Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Bryndís Lilja Hallsdóttir verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samráðshópi um Sóknaráætlun Norðurlands vestra í stað Laufeyjar Kristínar Skúladóttur sem látið hefur af störfum fyrir sveitarfélagið.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sigríður Svavarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

2.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1610097Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016. Lagt er til að auka fjárheimildir málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður um 1.500.000 kr. og málaflokk 27 - Óvenjulegir liðir um 1.500.000 kr.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016.

3.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 1607068Vakta málsnúmer

Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 samþykkir byggðarráð að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr.

Byggðarráð samþykkir einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses.

Jafnframt samþykkir byggðarráð að eftirtalin verði í stjórn og varastjórn þar til unnt er að kjósa stjórn í samræmi við ákvæði samþykkta stofnunarinnar:

Stjórn: Gísli Sigurðsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Varastjórn: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Ásta Pálmadóttir.

Byggðarráð samþykkir að framkvæmdastjóri með pókúru verði Margeir Friðriksson og endurskoðandi verði Kristján Jónasson hjá KPMG ehf. þar til að stjórn stofnunarinnar hefur tekið aðra ákvörðun.

4.Styrkumsókn - Snorraverkefnið 2017

Málsnúmer 1610049Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 6. október 2016 frá stjórn Snorrasjóðs, vegna Snorraverkefnisins sumarið 2017. Verkefnið er rekið af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára, af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.

Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

5.Styrkbeiðni, málþing um fjölmiðlun í almannaþágu

Málsnúmer 1610077Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 10. október 2016 frá ReykjavíkurAkademíunni ses. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna málþingsins Fjölmiðlun í almannaþágu, sem haldið verður 19. nóvember n.k.

Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

6.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1610060Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

7.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1610037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til sveitarstjórna, dagsett 3. október 2016 frá innanríkisráðuneytinu varðandi form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

8.Rekstrarupplýsingar 2016

Málsnúmer 1605192Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fjárhagsupplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-ágúst 2016.

Fundi slitið - kl. 10:18.