Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Styrkbeiðni vegna afmælishátíðar Samgöngusafnsins
Málsnúmer 2407100Vakta málsnúmer
2.Upplýsingar um heimsóknatölur í upplýsingamiðstöðvum Skagafjarðar fyrir árin 2022 og 2023
Málsnúmer 2408088Vakta málsnúmer
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram beiðni um heimsóknartölur í upplýsingamiðstöðvum Skagafjarðar fyrir árin 2022 og 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að taka saman tölur fyrir næsta fund nefndarinnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að taka saman tölur fyrir næsta fund nefndarinnar.
3.Rekstur tjaldsvæða í Skagafirði
Málsnúmer 2408090Vakta málsnúmer
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðaista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
"Farið verði í vinnu við að meta kosti og galla þess að rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði verði seldur"
Atvinnu-. menningar- og kynningarnefnd tekur vel í tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja þessa vinnu ásamt því að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til.
"Farið verði í vinnu við að meta kosti og galla þess að rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði verði seldur"
Atvinnu-. menningar- og kynningarnefnd tekur vel í tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja þessa vinnu ásamt því að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til.
4.Regbogastígur, stétt við skólabyggingar í Skagafirði
Málsnúmer 2408091Vakta málsnúmer
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
"Málaður verði regnbogastígur / stétt við skólabyggingar í Skagafirði í samstarfi við skólastarfsfólk og nemendur. Verkefnið mætti setja upp samhliða fræðslu og miðlun þekkingar á réttindabaráttu hinsegin fólks og gæti t.d orðið góð byrjun á skólaárinu, en auðvitað þyrfti að móta og skipuleggja framkvæmdina nánar í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Kostnaður við verkefnið verði hluti af kostnaði við menningar- og kynningarmál Skagafjarðar."
Ólína Björk Hjartardóttir varamaður VG og óháðra óskar bókað:
VG og óháð styðja tillögu Byggðalista um að mála regnbogastíga við skólamannvirki í Skagafirði, enda lögðu VG og óháð fram áþekka tillögu á 48. fundi byggðarráðs þann 17. maí 2023 en hún hljóðaði svo: "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls." Á þeim tíma var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi hana á sínum 15. fundi með eftirfarandi hætti: “Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.? Þar var einmitt umræða um að mála stéttar við skólamannvirki. Erfiðlega gekk hins vegar að framkvæma verkið vegna t.d. fámennis í vinnuskóla en bekkir voru málaðir í regnbogalitum á Sauðárkróki af félagasamtökunum “Vinum Sauðárkróks? þar sem umhverfis- og samgöngunefnd greiddi kostnað við málingu og pensla.
VG og óháð fagna endurvakningu verkefnisins og vona að það verði framkvæmt fyrir næsta sumar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin vísar erindinu til fræðslunefndar Skagafjarðar til umfjöllunar og frekari útfærslu.
"Málaður verði regnbogastígur / stétt við skólabyggingar í Skagafirði í samstarfi við skólastarfsfólk og nemendur. Verkefnið mætti setja upp samhliða fræðslu og miðlun þekkingar á réttindabaráttu hinsegin fólks og gæti t.d orðið góð byrjun á skólaárinu, en auðvitað þyrfti að móta og skipuleggja framkvæmdina nánar í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Kostnaður við verkefnið verði hluti af kostnaði við menningar- og kynningarmál Skagafjarðar."
Ólína Björk Hjartardóttir varamaður VG og óháðra óskar bókað:
VG og óháð styðja tillögu Byggðalista um að mála regnbogastíga við skólamannvirki í Skagafirði, enda lögðu VG og óháð fram áþekka tillögu á 48. fundi byggðarráðs þann 17. maí 2023 en hún hljóðaði svo: "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls." Á þeim tíma var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi hana á sínum 15. fundi með eftirfarandi hætti: “Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.? Þar var einmitt umræða um að mála stéttar við skólamannvirki. Erfiðlega gekk hins vegar að framkvæma verkið vegna t.d. fámennis í vinnuskóla en bekkir voru málaðir í regnbogalitum á Sauðárkróki af félagasamtökunum “Vinum Sauðárkróks? þar sem umhverfis- og samgöngunefnd greiddi kostnað við málingu og pensla.
VG og óháð fagna endurvakningu verkefnisins og vona að það verði framkvæmt fyrir næsta sumar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin vísar erindinu til fræðslunefndar Skagafjarðar til umfjöllunar og frekari útfærslu.
5.Endurskoðun á starfsgildum í upplýsingamiðstöð á Sauðárkróki
Málsnúmer 2408089Vakta málsnúmer
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
Samningur Skagafjarðar við 1238 verði endurskoðaður með það að leiðarljósi að kanna hvort hægt sé að fækka stöðugildum sem sveitarfélagið ber kostnað af, að minnsta kosti niður í eitt ársverk í stað tveggja.
Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar tillögunni þar sem nefndin er ekki með umboð til að endurskoða samninginn við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn er óuppsegjanlegur á samningstímanum og fer byggðaráð með samningsumboð.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins.
Eftir upplýsandi umræðu um þá fjármuni sem sveitarfélagið ver til upplýsingamiðlunnar á upplýsingamiðstöðvum í Varmahlíð og á Sauðárkróki vill atvinnu, menningar og kynningarnefnd draga fram þær upplýsingar að starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar á Sauðárkróki vinna að fjölbreyttum verkefnum tengdum ferðaþjónustu og upplýsingamiðlun á vegum sveitarfélagsins.
Samningur Skagafjarðar við 1238 verði endurskoðaður með það að leiðarljósi að kanna hvort hægt sé að fækka stöðugildum sem sveitarfélagið ber kostnað af, að minnsta kosti niður í eitt ársverk í stað tveggja.
Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar tillögunni þar sem nefndin er ekki með umboð til að endurskoða samninginn við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn er óuppsegjanlegur á samningstímanum og fer byggðaráð með samningsumboð.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins.
Eftir upplýsandi umræðu um þá fjármuni sem sveitarfélagið ver til upplýsingamiðlunnar á upplýsingamiðstöðvum í Varmahlíð og á Sauðárkróki vill atvinnu, menningar og kynningarnefnd draga fram þær upplýsingar að starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar á Sauðárkróki vinna að fjölbreyttum verkefnum tengdum ferðaþjónustu og upplýsingamiðlun á vegum sveitarfélagsins.
6.Fundir Atvinnu-, menningar og kynningarnefndar - Haust 2024 (vor 2025)
Málsnúmer 2408231Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haust 2024 og vor 2025 sem eru eftirfarandi: 26. september, 17. október, 21. nóvember, 19. desember, 23. janúar, 20. febrúar, 20. mars og 24. apríl. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
7.Miðgarður - uppsögn á rekstrarsamningi
Málsnúmer 2409010Vakta málsnúmer
Tekin fyrir uppsögn á rekstri menningarhússins Miðgarðs frá Kristíni Höllu Bergsdóttur fyrir hönd Miðstóns ehf, dagsett 2.9.2024. Segir í bréfinu "Miðtónn óskar eftir því að segja upp samningi sínum við Skagafjörð um reksturinn frá og með 1. september 2024."
Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Miðtóns að losna undan samningi fyrr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.
Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Miðtóns að losna undan samningi fyrr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.
8.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands 2024
Málsnúmer 2407162Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar forgangsverkefni í áfangastaðaáætlun Norðurlands 2024 fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Erindi barst frá Markaðsstofu Norðurlands þann 18. júní þar sem óskað var eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni frá sveitarfélögum á norðurandi.
Skagafjörður auglýsti eftir tillögum að verkefnum fyrir Skagafjörð 19. júní sl. og var gefin frestur til 1. ágúst sl. til að skila inn tillögum til sveitarfélagsins. Engin tillaga barst og var því sendur inn óbreyttur listi frá fyrra ári.
Forgangsverkefni Skagafjarðar eru:
Staðarbjargavík á Hofsósi
Hólar í Hjaltadal
Glaumbær
Kakalaskáli
Austurdalur í Skagafirði
Skagafjörður auglýsti eftir tillögum að verkefnum fyrir Skagafjörð 19. júní sl. og var gefin frestur til 1. ágúst sl. til að skila inn tillögum til sveitarfélagsins. Engin tillaga barst og var því sendur inn óbreyttur listi frá fyrra ári.
Forgangsverkefni Skagafjarðar eru:
Staðarbjargavík á Hofsósi
Hólar í Hjaltadal
Glaumbær
Kakalaskáli
Austurdalur í Skagafirði
9.Mat á hæfi kjörinna fulltrúa sveitarstjórna
Málsnúmer 2408237Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt.
Fundi slitið - kl. 15:35.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar safninu til hamingju með áfangann og samþykkir samhljóða að veita safninu 50 þúsund króna styrk. Tekið af lið 05890.