Fara í efni

Rekstur tjaldsvæða í Skagafirði

Málsnúmer 2408090

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25. fundur - 05.09.2024

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðaista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
"Farið verði í vinnu við að meta kosti og galla þess að rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði verði seldur"

Atvinnu-. menningar- og kynningarnefnd tekur vel í tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja þessa vinnu ásamt því að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39. fundur - 20.11.2025

Lögð fram fyrirspurn frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, fulltrúa Byggðalista

Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05.september 2024 var samþykkt að hefja vinnu við að meta kosti og galla þess að selja rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði.

Hvaða vinna hefur þegar farið fram í þessum efnum og hver eru áætluð næstu skref? Liggur fyrir hvenær hægt verður að taka ákvörðun um hvort farið verður í söluferli eða ekki?

Á 25. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var starfsmönnum nefndarinnar falið að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til. Haft var samband við sveitarfélög sem hafa og/eða eru í sambærilegri vinnu sem gátu gefið innsýn inn í útboðsauglýsingar, söluferli og rekstur tjaldsvæða. Unnið er með ábendingar um það hvaða skráningar og frágangur þurfi að liggja fyrir þegar og ef til sölu á tjaldsvæðunum kemur. Jafnframt hefur verið unnið að frumhönnun nýrrar staðsetningar fyrir tjaldsvæði á Sauðárkróki og er deiliskipulagsgerð framundan. Að því loknu ætti málið að vera tækt til ákvarðanatöku.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári við byggingu á nýju menningarhúsi á Sauðárkróki og fyrirséð er að núverandi staðsetning tjaldsvæðisins verði ekki fýsileg fyrir komandi sumar.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar í samráði við starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs að kanna fýsileika og kostnaðarmat þess að færa tjaldsvæðið tímabundið upp á Nafir.