Regbogastígur, stétt við skólabyggingar í Skagafirði
Málsnúmer 2408091
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37. fundur - 25.09.2025
Lögð fram fyrirspurn frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur fulltrúa Byggðalista
Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05. september 2024 var tekin fyrir tillaga þess efnis að mála regnbogastíg/stétt við skólabyggingar í Skagafirði og samtvinna það skólastarfi og fræðslu á réttindabaráttu hinsegin fólks. Nefndin tók jákvætt í erindið og samþykkt var að vísa því til fræðslunefndar til umfjöllunar og frekari útfærslu.
Hvernig er staða þessa máls í dag og hefur efniskostnaður við framkvæmdina verið fjármagnaður?
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna áfram með málið með viðeigandi aðilum og stofnunum. Þá verður einnig áfram unnið að þessum verkefnum samhliða hinsegin hátíðinni, sem verður haldin 15. ágúst 2026.
Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05. september 2024 var tekin fyrir tillaga þess efnis að mála regnbogastíg/stétt við skólabyggingar í Skagafirði og samtvinna það skólastarfi og fræðslu á réttindabaráttu hinsegin fólks. Nefndin tók jákvætt í erindið og samþykkt var að vísa því til fræðslunefndar til umfjöllunar og frekari útfærslu.
Hvernig er staða þessa máls í dag og hefur efniskostnaður við framkvæmdina verið fjármagnaður?
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna áfram með málið með viðeigandi aðilum og stofnunum. Þá verður einnig áfram unnið að þessum verkefnum samhliða hinsegin hátíðinni, sem verður haldin 15. ágúst 2026.
"Málaður verði regnbogastígur / stétt við skólabyggingar í Skagafirði í samstarfi við skólastarfsfólk og nemendur. Verkefnið mætti setja upp samhliða fræðslu og miðlun þekkingar á réttindabaráttu hinsegin fólks og gæti t.d orðið góð byrjun á skólaárinu, en auðvitað þyrfti að móta og skipuleggja framkvæmdina nánar í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Kostnaður við verkefnið verði hluti af kostnaði við menningar- og kynningarmál Skagafjarðar."
Ólína Björk Hjartardóttir varamaður VG og óháðra óskar bókað:
VG og óháð styðja tillögu Byggðalista um að mála regnbogastíga við skólamannvirki í Skagafirði, enda lögðu VG og óháð fram áþekka tillögu á 48. fundi byggðarráðs þann 17. maí 2023 en hún hljóðaði svo: "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls." Á þeim tíma var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi hana á sínum 15. fundi með eftirfarandi hætti: “Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.? Þar var einmitt umræða um að mála stéttar við skólamannvirki. Erfiðlega gekk hins vegar að framkvæma verkið vegna t.d. fámennis í vinnuskóla en bekkir voru málaðir í regnbogalitum á Sauðárkróki af félagasamtökunum “Vinum Sauðárkróks? þar sem umhverfis- og samgöngunefnd greiddi kostnað við málingu og pensla.
VG og óháð fagna endurvakningu verkefnisins og vona að það verði framkvæmt fyrir næsta sumar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin vísar erindinu til fræðslunefndar Skagafjarðar til umfjöllunar og frekari útfærslu.