Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Borgarflöt 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2512167Vakta málsnúmer
Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. K-Tak ehf. um leyfi til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarflöt á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki HA25157, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 16.12.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Eyrarvegur 20 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Málsnúmer 2601256Vakta málsnúmer
Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur leggur fram f.h. Kaupfélags Skagfirðinga gögn er varðar tilkynnta framkvæmd fyrir Eyrarveg 20 á Sauðárkróki. Tilkynnt framkvæmd varðar breytingar á útliti vesturhliðar húss. Framlögð gögn gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Uppdráttur í verki 30270305, númer A-101, dagsettur 23.01.2026. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Fundi slitið - kl. 09:00.