Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Grundarstígur 22 - Tilkynnt framkvæmd.
Málsnúmer 2512015Vakta málsnúmer
Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur leggur fram f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar gögn er varðar tilkynnta framkvæmd fyrir Grundarstíg 22. Tilkynnt framkvæmd varðar breytingar á útliti vesturgafls húss. Framlögð gögn gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Uppdráttur í verki 11010001, númer A-101, dagsettur 27.11.2025. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
2.Aðalgata 14_neðri hæð - Tilkynnt framkvæmd.
Málsnúmer 2509251Vakta málsnúmer
Bjarki E. Tryggvason leggur fram f.h. Norðan 14 ehf. eiganda neðri hæðar fjöleignahúss með fasteignanúmerið F2131128, gögn er varðar tilkynnta framkvæmd fyrir Aðalgötu 14. Tilkynnt framkvæmd varðar breytingar á útliti vesturhliðar húss. Framlögð gögn gerð hjá Áræðni ehf. af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3389, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.09.2025. Fyrir liggur samþykki Merkisbræðra sf., eiganda efrihæðar með fasteignanúmerið F2131129. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
3.Árfell L215214 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2601137Vakta málsnúmer
Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Gylfa Ingimarssonar um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Árfell, L215214. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 74381002, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 13. janúar 2026, breytt 14. janúar 2026. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Ljónsstaðir L230903 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2106103Vakta málsnúmer
Birkir Kúld Pétursson byggingafræðingur sækir f.h. Sonju S. Sigurgeirsdóttur og Höllu Sigurjónsdóttur um leyfi til gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af einbýlishúsi sem stendur á lóðinni Ljónsstaðir, L230903 í Sæmundarhlíð. Uppdrættir samþykktir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30.06.2021. Breytingarnar varða stækkun á húsi til norðurs, ásamt lítils háttar breytingum á innangerð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni BK hönnun ehf. af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 26-10, númer 101 og 102, dagsettir 20.05.2021, breytt 22.12.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Erindi samþykkt, byggileyfi veitt.
5.Félagsheimilið Árgarður - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2601198Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 19. janúar 2026 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli nr. 2026-003019. Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar um veitingaleyfi í flokki III - G samkomusalir í félagsheimilinu Árgarði, Steinsstaðahverfi, fasteignanúmer F2141225, rými 01 0101. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 09:00.