Félagsheimilið Árgarður - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2601198
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77. fundur - 23.01.2026
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 19. janúar 2026 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli nr. 2026-003019. Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar um veitingaleyfi í flokki III - G samkomusalir í félagsheimilinu Árgarði, Steinsstaðahverfi, fasteignanúmer F2141225, rými 01 0101. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.