Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

76. fundur 18. desember 2025 kl. 14:00 - 14:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Birkimelur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2512134Vakta málsnúmer

Sigurður Hilmar Ólafsson byggingarfræðingur sækir f.h. Ingu Skagfjörð Helgadóttur og Loga Fannars Sveinssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 21 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 2512, nr. (99)2.01 og þrír uppdrættir nr. (99)2.02, dagsettir 14.12.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Vatn lóð L212335 - Beiðni um leiðrétta skráningu.

Málsnúmer 2512165Vakta málsnúmer

Árni Magnússon eignandi sumarhúss sem stendur á lóðinni Vatn lóð, L212335, óskar eftir leiðréttir skráningu húss. Framlagður uppdráttur ásamt skráningartöflu gerður af Hjálmari Ingvarssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur númer A101, dagsettur 05.11. 2025. Erindið Samþykkt.

3.Hái-Garður L239983 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2512183Vakta málsnúmer

Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Sigurjóns Heiðars Sigurbjörnssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Hái-Garður, L239983 í Hegranesi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 71261001, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 22.09.2025. Fyrir liggur samþykki lóðareiganda. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:45.