Birkimelur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2512134
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76. fundur - 18.12.2025
Sigurður Hilmar Ólafsson byggingarfræðingur sækir f.h. Ingu Skagfjörð Helgadóttur og Loga Fannars Sveinssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 21 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 2512, nr. (99)2.01 og þrír uppdrættir nr. (99)2.02, dagsettir 14.12.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.