Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2502190Vakta málsnúmer
2.Viðvík I og II L146424 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2504199Vakta málsnúmer
Guðríður Björk Magnúsdóttir og Kári Ottósson sækja um leyfi til að byggja við fjós á jörðinni Viðvík I og II, L146424. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA25156, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 15.10.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Ártorg 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2510167Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi fyrir breytingum á innangerð starfsmannaaðstöðu Skagfirðingabúðar sem stendur á lóðinni númer 1 við Ártorg á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 30302000, númer A-100, dagsettur 25.09.2025. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Með vísan til samþykktar sveitarstjórnar frá 42. fundi þann 15. október 2025 þar sem m.a. segir:
„Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum.“
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.