Fara í efni

Viðvík I og II L146424 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2504199

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 73. fundur - 21.10.2025

Guðríður Björk Magnúsdóttir og Kári Ottósson sækja um leyfi til að byggja við fjós á jörðinni Viðvík I og II, L146424. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA25156, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 15.10.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.