Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Hesteyri 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2505027Vakta málsnúmer
Guðmundur Arnar Sigurjónsson byggingarfræðingur sækir f.h. Dögunar ehf. um leyfi til að byggja frystigeymslu ásamt tengibyggingu og fylgirýmum við rækjuvinnsluna Dögun sem stendur á lóðinni númer 1 við Hesteyri á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Verkís af umsækjanda. Uppdrættir í verki 21046, númer C41.001 til og með C41.009 og C41.012, dagsettir 29.04.2025, breytt 25.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Steinn L145959 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2505248Vakta málsnúmer
Magnús Freyr Gíslason arkitekt sækir f.h. Sigfríðar Jódísar Halldórsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishúsi á jörðinni Steini, L145959. Framlagðir aðaluppdrættir hjá Gagn af umsækjanda. Uppdrættir í verki 73530002AM / G2501, númer B100, B101 og B102, dagsettir 12.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt
3.Brúarland L146511 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2506151Vakta málsnúmer
Guðmundur J. Sverrisson sækir f.h. Makita ehf. um leyfi til að byggja gróðurhús á jörðinni Brúarlandi, L146511 í Deildardal. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Þorgeiri Þorgeirssyni byggingartæknifræðingi. Uppdráttur í verki 05-003, númer A1-001, dagsettur í júní 2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Hofsstaðasel L146407 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2505252Vakta málsnúmer
Guðjón Þórir Sigfússon sækir f.h. Sels ehf. um leyfi til að byggja við nautgripahús á jörðinni Hofsstaðaseli, L146407. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á VGS verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki nr. 17 014, nr. S100A, S101A og S102A, dagsettir 02.06.2025, breytt 24.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Tumabrekka land 2 L220570 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2506184Vakta málsnúmer
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Bjarna Halldórssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Tumabrekku land 2, L220570. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdráttur í verki 1625002, númer A-101, dagsettur 01.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.
6.Þrastarstaðir (146605) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1910046Vakta málsnúmer
Rúnar Þór Númason og Valdís Hálfdánardóttir sækja um að endurnýja áður útgefið byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni Þrastarstöðum, L146605, byggingarleyfi frá 29. október 2019, þar sem eftirfarandi var bókað:
„Rúnar Þór Númason og Valdís Hálfdánardóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni Þrastarstöðum, landnúmer 146605. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni. Númer uppdrátta A-100 til og með A-104 dagsettir 7. október 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.“
Aðaluppdrættir óbreyttir að undanskildri afstöðumynd nr. A-104 sem fellur út. Uppfærð afstöðuuppdráttur laggður fram með breyttum byggingarreit í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 5. mars 2025.
Afstöðuuppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni byggingartæknifræðingi, númer S101, útgáfudagur 10.09.2019, breytt 28.02.2025.
Erindi samþykkt, byggingarleyfi veitt.
„Rúnar Þór Númason og Valdís Hálfdánardóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni Þrastarstöðum, landnúmer 146605. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni. Númer uppdrátta A-100 til og með A-104 dagsettir 7. október 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.“
Aðaluppdrættir óbreyttir að undanskildri afstöðumynd nr. A-104 sem fellur út. Uppfærð afstöðuuppdráttur laggður fram með breyttum byggingarreit í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 5. mars 2025.
Afstöðuuppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni byggingartæknifræðingi, númer S101, útgáfudagur 10.09.2019, breytt 28.02.2025.
Erindi samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 15:00.