Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

65. fundur 26. júní 2025 kl. 13:30 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Hildur Hartmannsdóttir starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hesteyri 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2505027Vakta málsnúmer

Guðmundur Arnar Sigurjónsson byggingarfræðingur sækir f.h. Dögunar ehf. um leyfi til að byggja frystigeymslu ásamt tengibyggingu og fylgirýmum við rækjuvinnsluna Dögun sem stendur á lóðinni númer 1 við Hesteyri á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Verkís af umsækjanda. Uppdrættir í verki 21046, númer C41.001 til og með C41.009 og C41.012, dagsettir 29.04.2025, breytt 25.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Steinn L145959 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2505248Vakta málsnúmer

Magnús Freyr Gíslason arkitekt sækir f.h. Sigfríðar Jódísar Halldórsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishúsi á jörðinni Steini, L145959. Framlagðir aðaluppdrættir hjá Gagn af umsækjanda. Uppdrættir í verki 73530002AM / G2501, númer B100, B101 og B102, dagsettir 12.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt

3.Brúarland L146511 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2506151Vakta málsnúmer

Guðmundur J. Sverrisson sækir f.h. Makita ehf. um leyfi til að byggja gróðurhús á jörðinni Brúarlandi, L146511 í Deildardal. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Þorgeiri Þorgeirssyni byggingartæknifræðingi. Uppdráttur í verki 05-003, númer A1-001, dagsettur í júní 2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Hofsstaðasel L146407 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2505252Vakta málsnúmer

Guðjón Þórir Sigfússon sækir f.h. Sels ehf. um leyfi til að byggja við nautgripahús á jörðinni Hofsstaðaseli, L146407. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á VGS verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki nr. 17 014, nr. S100A, S101A og S102A, dagsettir 02.06.2025, breytt 24.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

5.Tumabrekka land 2 L220570 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2506184Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Bjarna Halldórssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Tumabrekku land 2, L220570. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdráttur í verki 1625002, númer A-101, dagsettur 01.06.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Þrastarstaðir (146605) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1910046Vakta málsnúmer

Rúnar Þór Númason og Valdís Hálfdánardóttir sækja um að endurnýja áður útgefið byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni Þrastarstöðum, L146605, byggingarleyfi frá 29. október 2019, þar sem eftirfarandi var bókað:
„Rúnar Þór Númason og Valdís Hálfdánardóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni Þrastarstöðum, landnúmer 146605. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni. Númer uppdrátta A-100 til og með A-104 dagsettir 7. október 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.“
Aðaluppdrættir óbreyttir að undanskildri afstöðumynd nr. A-104 sem fellur út. Uppfærð afstöðuuppdráttur laggður fram með breyttum byggingarreit í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 5. mars 2025.
Afstöðuuppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni byggingartæknifræðingi, númer S101, útgáfudagur 10.09.2019, breytt 28.02.2025.
Erindi samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:00.