Brúarland L146511 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2506151
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 65. fundur - 26.06.2025
Guðmundur J. Sverrisson sækir f.h. Makita ehf. um leyfi til að byggja gróðurhús á jörðinni Brúarlandi, L146511 í Deildardal. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Þorgeiri Þorgeirssyni byggingartæknifræðingi. Uppdráttur í verki 05-003, númer A1-001, dagsettur í júní 2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.