Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Bóla L146272 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja.
Málsnúmer 2404036Vakta málsnúmer
Arnar Logi Valdimarsson, Gunnar Ingi Valdimarsson, Kári Gunnarsson og Reynald Smári Gunnarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Bólu, L146272 í Blönduhlíð sækja um leyfi til að rífa íbúðarhús sem byggt er árið 1935, mhl. 04 á jörðinni og fjárhús sem byggð eru árið 1929, mhl. 06 á jörðinni, þ.e.a.s. þann hluta fjárhússa sem standa ofan hleðslu úr grjóti og torfi. Fjárhúsið sem um ræðir er sambyggt hlöðu byggðri 1980. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunnar Íslands dagsettar 3. apríl 2024 og 20. febrúar 2025. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarfulltrúi samþykkir áform um niðurrif og bendir jafnframt á að farið skuli að tilmælum minjavarðar Norðurlands vestra.
2.Langaborg L225909 - Gestahús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2504058Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 23. apríl 2025 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2025-029191. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Rúnars Más Grétarssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II - H Frístundahús í mhl. 02 að Lönguborg, L225909, fasteignanúmer F2367151. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
3.Menningarhúsið Miðgarður - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur , dagsettur 23. apríl 2025 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2025-031879. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Snorra Snorrasonar f.h. Tenors slf., kt. 650111-0520, um leyfi til að reka gististað í flokki III - D Gistiskáli í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, fasteignanúmer F2140833. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
4.Suðurbraut 9 L146664 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2504149Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur , dagsettur 15. apríl 2025 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2025-031874. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Reimars Marteinssonar, f.h. Aðalgötu 16b ehf., kt. 430522-1750, um leyfi til að reka gististað í flokki II - B Stærra gistiheimili að Suðurbraut 9 á Hofsósi, efri hæð, fasteignanúmer F2143676. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
5.Efri-Ás L146428 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2505006Vakta málsnúmer
Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. Árna Sverrissonar um leyfi til að byggja við fjós á jörðinni Efri-Ás, L146428 í Hjaltadal. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 72140000, númer A-100, A-101, A-102a, A-102b, A-103, A-104, A-105a, A-105b og A-106 dagsettir 26.11.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
6.Birkihlíð 39 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2505021Vakta málsnúmer
Þorvaldur E. Þorvaldsson og Kristín Snorradóttir sækja um leyfi til að byggja stoðvegg á lóðarmörkum sem liggur að hluta samsíða gangstétt á norður mörkum lóðarinnar númer 39 við Birkihlíð og að hluta á lóðarmörkum Birkihlíðar 37 og 39. Framlagður uppdráttur gerður hjá Áræðni ehf. af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur númer B-101, dagsettur 23. apríl 2025. Fyrir liggur samþykki eiganda Birkihlíðar 37. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 13:30.