Fara í efni

Vinnslutillögur að breytingum á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

16.03.2023

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 8. mars 2023 að kynna vinnslutillögur að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagsaga nr. 123/2010.

Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki og Hofsósi, íþróttasvæðis hestamanna á Sauðárkróki, kirkjugarðsins á Nöfum, Varmahlíðarskóla og nágrenni hans og ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.

Vinnslutillögurnar liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21 og eru aðgengilegar hér á heimasíðu sveitarfélags. Kynningartíminn er til og með 27. mars 2023.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér vinnslutillögurnar. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast til Ráðhússins,Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða með tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Verslunar- og þjónustusvæði, Helgustaðir í Unadal

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki (hesthúsasvæði)

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Íbúðarbyggð Hofsósi

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Sauðárkrókskirkjugarður

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Íbúðarbyggð á Sauðárkróki - Sveinstún

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki

Vinnslutillaga til kynningar - Aðalskipulag, breyting - Varmahlíðarskóli og nágrenni