Fara í efni

Verkföll BSRB - 5. júní 2023

02.06.2023

Ef samningar nást ekki milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB mun hluti starfsfólks sveitarfélagsins leggja niður störf frá og með mánudeginum 5. júní 2023. Misjafnt er eftir starfsstöðvum hversu lengi verkfallið mun vara. Verkfallið nær til félagsmanna Kjalar og mun því hluti starfsfólks sveitarfélagsins leggja niður störf á meðan verkfalli stendur.

Verkfallsboðanir ná til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, leikskólum, ráðhúsi, þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitum. Félagsmenn Kjalar á umræddum starfsstöðvum eru um 80 talsins, svo ljóst er að verkfallsaðgerðirnar munu hafa víðtæk áhrif á þá þjónustu sem umræddar stofnanir sveitarfélagsins veita íbúum Skagafjarðar. Misjafnt verður hvernig áhrifa gætir, en í flestum tilvikum er um að ræða styttri opnunartíma og/eða skerta þjónustu, sjá nánar hér fyrir neðan:

Sundlaugar og íþróttamannvirki

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 og er ótímabundið.
  • Sundlaugin á Sauðárkróki og í Varmahlíð verða lokaðar.
  • Sundlaugin í Hofsós verður með takmarkaðan opnunartíma, sem verður auglýstur sérstaklega.
  • Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri; valdi@skagafjordur.is.

Leikskólar

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með föstudeginum 16. júní 2023.
  • Leikskólastjórar munu hafa samband við foreldra og forráðamenn varðandi útfærslu skólastarfs en gera má ráð fyrir því að börn þurfi að vera heima að einhverju leyti á verkfallsdögum.

Þjónustumiðstöð

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með föstudeginum 16. júní 2023.
  • Hægt að senda almenn erindi í tölvupósti á skagafjordur@skagafjordur.is og þeim verður komið í réttan farveg.
  • Hægt er að nálgast netföng starfsfólks á heimasíðu sveitarfélagsins hér.

Skagafjarðarveitur

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023.
  • Afgreiðsla og sími verður lokuð á meðan verkfalli stendur.
  • Hægt er að senda almenn erindi í tölvupósti á skagafjordur@skagafjordur.is og þeim verður komið í réttan farveg.
  • Hægt er að nálgast netföng starfsfólks Skagafjarðarveitna hér og hér.

Ráðhús

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023.
  • Verkfall BSRB í ráðhúsi mun helst hafa áhrif á afgreiðslu, bókhald, innheimtu og launadeild.
  • Afgreiðsla og sími verða lokuð á meðan á verkfalli stendur.
  • Hægt er að senda almenn erindi í tölvupósti á skagafjordur@skagafjordur.is og þeim verður komið í réttan farveg.
  • Hægt er að nálgast netföng starfsfólks á fjölskyldusviði hér, starfsfólk á stjórnsýslu- og fjármálasviði hér og skipulags- og byggingarfulltrúa hér.

Þegar samningar nást tekur við hefðbundinn opnunartími á ný.