Fara í efni

Umsjónarkennari óskast í Árskóla

14.02.2018

 Umsjónarkennari óskast í Árskóla

 

Tímabil starfs: 1. mars 2018 – 5. júní 2018.

Starfsheiti: Umsjónarkennari (á unglingastigi).

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Afleysing vegna barnsburðarleyfis. Umsjónarkennari hefur umsjón með nemendum í bekk/námshópi. Grunnskólakennarar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá, skólanámskrá og stefnu sveitarfélagsins.

Menntunarkröfur: Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.

Hæfniskröfur: Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla af kennslu er æskileg.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018

Nánari upplýsingar: Óskar G. Björnsson, skólastjóri, í síma 822-1141 eða oskargb@arskoli.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skilað í gegnum íbúagátt  eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Árskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur sem búa á Sauðárkróki, í Hegranesi, á Reykjaströnd og á Skaga. Í Árskóla vinnur sérmenntað starfsfólk saman að því að mæta ólíku einstaklingum með krefjandi verkefnum við hæfi hvers og eins. Starfsemi Árskóla fer fram í húsnæði skólans við Skagfirðingabraut. Í Árskóla starfa um 420 manns, þar af stunda um það bil 340 nemendur við nám. Skólinn er deildaskiptur í yngsta stig, miðstig og unglingastig. Hann er einsetinn og hefst skólastarf kl. 08:10 alla virka daga. Skólahúsið er opnað klukkan 07:30 á morgnana.