Sundlaugin í Varmahlíð opnar næstkomandi mánudag

Sundlaugin í Varmahlíð
Sundlaugin í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð opnar næstkomandi mánudag 8. október eftir tímabundna lokun.

Opið verður í laugarnar og heita pottinn en nýja rennibrautin er ekki alveg tilbúin þannig að hún verður opnuð síðar með viðhöfn.

Opnunartíma sundlauga má nálgast hér á heimasíðunni þar sem einnig er að finna upplýsingar um tímabundnar lokanir.