Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir fjöldan allan af spennandi og krefjandi sumarstörfum laus til umsóknar.  

Fjölbreytt störf eru í boði, t.d. hjá Iðju – dagþjónustu, dagdvöl aldraðra, heimaþjónustu, heimilum fyrir fatlað fólk, íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð, Sumar-Tím og garðyrkjudeild sveitarfélagsins.

Hér má finna allar nánari upplýsingar um störfin og hæfniskröfur. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin í gegnum Íbúagátt. Vinsamlega athugið að umsóknarfrestur getur verið breytilegur milli starfsstöðva.