Sumarstörf - frístunda- og íþróttamál

Sumarstörf 2018

Fjölskyldusvið: frístunda- og íþróttamál

 

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, frumkvæði, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2018

 

Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Sumar-TÍM

Tímabil: 28. maí til 17. ágúst eða eftir samkomulagi.

Fjöldi og starfshlutfall: 4 störf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Flokkstjóri fyrir leikjanámskeið/sumarstarfsmaður

Lýsing á starfinu: Starfsmenn Sumar-TÍM sjá um skipulagningu og utanumhald um sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Starfsmenn sjá einnig um námskeiðshald, þar sem þeirra hlutverk er að skipuleggja námskeið og taka að sér hlutverk leiðbeinenda.

Hæfniskröfur: Skilyrði er að umsækjendur hafi gaman af því að starfa með börnum, geti sýnt frumkvæði og séu góðir í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að viðkomandi sé skipulagður, úrræðagóður, frumlegur en umfram allt tilbúinn að takast á við gefandi starf með hressum krökkum. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.

Vinnutími: Dagvinna (Helgarvinna - ruslatínsla).

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, valdi@skagafjordur.is, og í síma 660-4639.

Vala Hrönn Margeirsdóttir, starfsmaður Húss frítímans, valah@skagafjordur.is og í síma 849-9448.

 

Vinnuskólinn

Tímabil: 22. maí til 17. ágúst.

Fjöldi og starfshlutfall: 4 störf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Flokkstjóri í vinnuskóla.

Lýsing á starfinu: Flokkstjórar sjá um skipulagningu og utanumhald um vinnuskóla sveitarfélagsins, s.s. mætingu starfsmanna og eftirfylgd verkefna. Starfið felur í sér að leiðbeina og kenna unglingum á aldrinum 13-16 ára að vinna í sumarvinnu. Flest verkefnin snúa að fjölbreyttum garðyrkjustörfum og fegrun á umhverfinu.

Hæfniskröfur: Skilyrði er að umsækjendur hafa gaman af því að starfa með unglingum, geti og séu samviskusamir en umfram allt góð fyrirmynd. Mikilvægt er að viðkomandi sé skipulagður, fær í mannlegum samskiptum og úrræðagóður varðandi lausn þeirra vandamála sem geta komið upp. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Dagvinna (Helgarvinna – ruslatínsla).

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, valdi@skagafjordur.is, og í síma 660-4639.

 

Sundlaugar Sauðárkróks, Varmahlíðar og Hofsóss

Tímabil: 1. júní til 27. ágúst, eða eftir samkomulagi.

Fjöldi og starfshlutfall: 12 störf í85% - 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Sundlaugarvörður I.

Lýsing á starfinu: Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla.

Hæfniskröfur: Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla er kostur og björgunarsundpróf er æskilegt.

Vinnutími: Vaktavinna.

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, valdi@skagafjordur.is, og í síma 660-4639.

Steinunn Valdís Jónsdóttir, vaktstjóri Sundlaugar Sauðárkróks, s: 660-4655

Monika Borgardóttir, vaktstjóri íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð, s: 864-0820

Ásdís Garðarsdóttir, vaktstjóri sundlaugarinnar á Hofsósi, s: 848-8328

 

Íþróttavöllur á Sauðárkróki

Tímabil: 1. júní til 27. ágúst, eða eftir samkomulagi.

Fjöldi og starfshlutfall: 2 störf í 100% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Starfsmaður íþróttamannvirkis.

Lýsing á starfinu: Starfið felst í almennri umhirðu og uppbyggingu, æfinga- og keppnisvalla á Sauðárkróki.

Hæfniskröfur: Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla og menntun er kostur.

Vinnutími: Dagvinna  (Helgarvinna þegar leikir eru.)

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, valdi@skagafjordur.is, og í síma 660-4639.