Fara í efni

Sorphirðudagatöl 2024

02.01.2024

Dagatöl fyrir sorplosun í Skagafirði fyrir árið 2024 eru komin á heimasíðu Skagafjarðar.

Athygli er vakin á því að til að samræma tegund hráefnis sem sótt er um allan Skagafjörð, þ.e. til þess að sama tegund hráefnis sé sótt í sömu viku um allan Skagafjörð, eru smá breytingar á Sauðárkróki í janúar (aukalosun).

Losunardagar verða því eftirfarandi á Sauðárkróki í janúar:

4.jan: Plast tunna efri bær
5.jan: Pappírstunna efri bær + lífrænt
11.jan: plast tunna neðri bær
12.jan: almennt sorp neðri bær + lífrænt
19.jan: almennt sorp efri bær + lífrænt
26.jan: pappírstunna neðri bær

Hér má nálgast prentvæn dagatöl:

Sauðárkrókur

Varmahlíð, Hofsós, Hólar, dreifbýli og hræbíll

Heyrúlluplast

Eins og áður hefur verið tilkynnt er mikilvægt að tryggja gott aðgengi að sorpílátum til þess að hægt sé að losa, sérstaklega núna þegar mikill snjór er.

Ath. af gefnu tilefni þá á starfsfólk Íslenska gámafélagsins ekki að þurfa að bera sorpílát niður tröppur þannig að nauðsynlegt er að geyma sorpílát á jarðhæð.

Upplýsingar um flokkun sorps á íslensku, ensku og pólsku er ávallt hægt að finna hér á heimasíðu (smellið hér).