Sorpflokkun og hreinlætismál
Nýtt samræmt flokkunarkerfi
Um áramótin tóku í gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs sem fela í sér flokkun í fjóra úrgangsflokka við heimahús: Pappír og pappi - Matarleifar - Plast - Blandaður úrgangur.
Þann 1. apríl nk. tekur Íslenska gámafélagið við sorphirðu í Skagafirði og um leið við breyttri og aukinni þjónustu.
Verið er að taka upp nýtt kerfi við innheimtu gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs sem miðar að því að greitt sé fyrir það magn sem er hent (pay as you throw – borgað þegar hent er). Nú hefur einnig orðið sú breyting að sveitarfélög fá greitt frá Úrvinnslusjóði fyrir sérsöfnun á plasti, pappír og gleri. Sjóðurinn greiðir eftir því magni sem safnast af hverjum flokki og því skiptir miklu máli fyrir sveitarfélagið og íbúa þess að vel sé flokkað. Því betur sem flokkað er, því hærri upphæð verður greidd til sveitarfélagins úr sjóðnum, sem mun svo skila sér til baka til íbúanna með lækkun á sorphirðugjaldi. Ekkert er greitt fyrir úrgang sem fer í tunnuna fyrir almennt sorp og því afar mikilvægt að henda engu í hana sem hægt er að endurvinna.
Flokkum í rétta tunnu
Tökum ábyrgð - Minnkum urðun
Hvað verður um hráefnið?
Dagatal sorplosunar í Skagafirði (gildir frá apríl-desember 2023)
Varmahlíð - Hofsós - Hólar - Dreifbýli - Hræbíll
Nánari leiðbeiningar um flokkun sorps eftir flokkum
Sorting instructions in English
Instrukcja sortowania Polski
Umhirða og staðsetning íláta
Gott er að hafa í huga að fjarlægð íláta frá vegi sé ekki mikil eða valdi starfsmönnum okkar óþarfa álagi við sorphirðu. Best er að hafa ílát sem næst götu og í tunnuskýlum.
Að vetri til er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm.
Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun. Hætta er á að vargfugl komist í úrganginn eða innihald tunnunnar fari að fjúka um. Þess vegna er mikilvægt að minnka ummál úrgangsins eins og hægt er, eins og með því að brjóta saman pappa o.s.frv. Hægt er að hafa samband og fá útveguð aukaílát ef ílátin eru að fyllast fljótt og fyrir losunardag. Það er rukkað samkvæmt verðskrá. Einnig er hægt að koma með umfram magn af úrgangi beint á næstu móttökustöð. Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum. Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi ólykt.
Grenndarstöðvar
Á komandi vikum verða settar upp grenndarstöðvar í sveitarfélaginu til söfnunar á málmum, gleri og textíl. Öðrum flokkum á að skila á móttökustöðvar. Mikilvægt er að ganga vel um svæðið.
Málmar: Litlir og hreinir málmhlutir eins og niðursuðudósir, krukkulok
og sprittkertakoppar.
Gler: Hrein ílát og flöskur úr gleri. Tappar og krukkulok mega ekki fara
með gleri heldur skal flokka með plasti og málmi eftir því sem við á.
Textíll: Allur textíll eins og fatnaður, lín og efnisbútar.
Móttökustöðvar
Í sveitarfélaginu eru reknar þrjár móttökustöðvar. Þær eru Flokka á Sauðárkróki, Farga í Varmahlíð og flokkunarstöð á Hofsósi. Þar er tekið á móti öllum úrgangi og endurvinnsluhráefni. Íbúar skulu flokka úrganginn eins mikið og mögulegt er áður en komið er á móttökustöðina til þess að
flýta afgreiðslu. Ekki er tekið á móti úrgangi í svörtum pokum heldur skal nota glæra poka. Þetta er gert til að koma í veg fyrir urðun á efni og hlutum sem hægt er að koma í betri farveg.
Starfsmenn móttökustöðva leiðbeina íbúum og rukka fyrir gjaldskylda
flokka á opnunartímum.
Opnunartímar Sauðárkrókur, Borgarteigur 12
mánudaga til föstudaga 10:00-18:00
sunnudagar 12:00-15:00
Opnunartímar Varmahlíð, Skagafjarðarvegur
þriðjudagar og fimmtudagar 13:00-18:00
laugardagar 13:00 -16:00
Opnunartímar Hofsósi
miðvikudagar og föstudagar 13:00-18:00
sunnudagar 13:00-16:00
Rafræn klippikort
Til að komast inn á móttökustöðvar þurfa notendur að sýna klippikort. Kortið veitir aðgang að svæðinu og því er nauðsynlegt að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á gámasvæði, hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða. Þegar komið er með sorp á móttökustöð er kóðinn á kortinu skannaður af starfsmanni móttökustöðvar. Einungis er klippt af kortinu fyrir gjaldskyldan úrgang (almennt sorp) og tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án þess að klippa af kortinu (endurvinnanlegum úrgangi eins og pappír og pappa, plasti, gleri o.s.frv.).
Allir sem greiða sorpgjald eða sorpeyðingargjald í sveitarfélaginu fá árlega rafrænt klippikort sem inniheldur losun á 4 m³ af gjaldskyldum úrgangi. Hvert heimili fær 16 skipta kort til að nota yfir árið. Skráðir eigendur fasteigna sem fá greiðsluseðla fyrir sorpgjaldi geta sótt kortin inn á https://skagafjardarkort.is/. Valið er 16 skipta klippikort og rafræna innskráningu. Ef innskráður notandi á rétt á kortinu án endurgjalds breytist verðið á kortinu í 0 kr. Athugið að setja þarf kortið í rafrænt veski í símanum svo það virki. Þeir aðilar sem ekki eru með rafrænt veski geta prentað út klippikortið og látið skanna kóðann á klippikortinu á sorpmóttökustöð. Eftir að klippikortið hefur verið sótt í síma er hægt að deila því áfram á aðra íbúa húsnæðisins til notkunar. Þannig geta fleiri en einn verið með sama klippikortið í símanum sínum. Leigjendur sem ekki eru skráðir fyrir fasteign þurfa að nálgast klippikort hjá eiganda fasteignarinnar. Eigandi fasteignar sækir um klippikortið og deilir því síðan áfram á leigjanda.
Hvert klipp er upp á 0,25 m³ sem samsvarar 240 lítra heimilistunnu sem þíðir að ekkert gjald er tekið fyrir sem samsvarar 16 heimilistunnum af almennu sorpi á ári. Ef kortið dugir ekki út árið er hægt að kaupa nýtt kort.
Smelltu hér til að fá rafrænt klippikort
Söfnun rúlluplasts
Rúlluplast er sótt heim á sveitabæi.
Plastið þarf að vera hreint og laust við annað rusl.
Söfnun dýrahræja
Boðið verður upp á þjónustu hræbílsins á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina
frá nóvember til mars en áfram vikulega frá apríl til október.
Panta þarf bílinn í síma 453-5000 eða á flokka@flokka.is
Losun garðaúrgangs
Sauðárkrókur: Í iðnaðarhverfi við enda Borgarteigs
Hofsós: sunnan við Pardus
Varmahlíð: sunnan við afleggjara Hringvegar og Skagafjarðarvegar. Móttaka garðaúrgangs verður tímabundið frá 18. maí 2020 í Víðimelslandi á bökkum Húseyjarkvíslar neðan sumarhúsabyggðar. Ekið skal austan Vélavals.
Steinsstaðir: við Héraðsdalsveg austan við Steinsstaði
Staðsetning losunarsvæða á korti
Tæming rotþróa
Rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti í Skagafirði. Fer tæmingin fram seinnipart sumars og fram undir haust.
Í tæmingaráætlun er Skagafirði skipt í þrjú svæði:
Skaginn og Fljótin
Skagafjörður vestan Vatna að Sauðárkróki
Skagafjörður austan Vatna að Fljótum
Tæming verður sem hér segir:
2022 – tæming austan Vatna
2023 – tæming á Skaga og í Fljótum
2024 – tæming vestan Vatna
Urðunarstaðir
Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík er rekinn af Norðurá bs. sem er byggðasamlag sveitarfélaga í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Þjónustusvæði urðunarstaðarins er þó mest allt Norðurland.
Flöskumóttaka
Flöskumóttaka er staðsett við Vörumiðlun á Sauðárkróki sem staðsett er á Eyrarvegi 21.
Flokka þarf flöskur og dósir (plast, gler, ál) og telja áður en komið er með þær.
Opið alla virka daga frá 10-12 og 13-14.