Fara í efni

Skráning í Sumar-TÍM

02.06.2023
Skráning er hafin í Sumar - TÍM 2023. Sumar - TÍM er fyrir börn fædd 2017 - 2011 og hefst í beinu framhaldi að lokun Árvistar eða þann 5. júní og stendur til föstudagsins 11. ágúst. Höfuðstöð Sumar - TÍM er í Árskóla B – álmu (þar sem 1. og 2. bekkur gengur inn).
 
Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna dans, íþróttir, kofabyggð, hjólreiðar og föndur. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM.
Börn í 1.- 4. bekk geta sótt samfellt starf frá kl. 08:00 – 16:00 (Mán-fim og 8-12 á fös). Einnig er boðið upp á gæslu í hádeginu með þeim skilyrðum að börnin hafi með sér nesti og útbúnað að heiman sem til þarf yfir daginn. Fyrirkomulag gæslunnar verður þannig að hún byrjar kl. 12:00 þegar flest öll námskeið eru búin og stendur til kl. 13:00 þegar næstu námskeið byrja. Þar geta krakkarnir borðað nestið sitt og síðan leikið aðeins áður en að næsta námskeið byrjar.
 
Skráningar fara fram í gegnum vefverslun Sportabler (https://www.sportabler.com/shop/skagafjordur...). Ekki þarf að skrá börn á námskeið fyrir allt sumarið í upphafi, en það verður líka í boði. Hægt verður að kaupa stakar vikur á íþróttaæfingar í sumar en verður það í gegnum vefverslun Tindastóls (https://www.sportabler.com/shop/tindastoll).
 
Skráning fyrir hvert og eitt námskeið lýkur alltaf fimmtudeginum í vikunni áður en að námskeiðin byrja.
 
Ekki verður í boði að skrá börn á námskeið allar vikurnar hjá okkur þar sem gert er ráð fyrir því að öll börn þurfi sumarfrí.
 
Börn fædd 2017 og eru að ljúka við leikskólastig verður boðið að taka þátt í stökum námskeiðum Sumar - TÍM frá 10. júlí - 11. ágúst.  Þau hafa ekki kost á því að vera í samfelldu starfi frá 8:00 – 16:00.

 

Upplýsingar um Sumar - TÍM og hlekk á skráningu má finna á forsíðu heimasíðunnar í allt sumar.

Mikilvægt er að fylgja Facebook síðu Sumar - TÍM en þar eru allar tilkynningar settar inn ->

Facebook síða Sumar - TÍM