Sumar-TÍM

Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna Grallara, Litla listamanninn, Eldhússnillinga, fótbolta, körfubolta, golf og margt fleira. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM. 

Sumar - TÍM er fyrir börn sem eru að ljúka 1.-6. bekk og hefst í beinu framhaldi að lokun Árvistar í byrjun sumars. 

Börnum sem eru að ljúka við leikskólastig er boðið upp á að taka þátt í völdum námskeiðum Sumar - TÍM

Skráningin fer fram í gegnum netverslun NÓRA. Kosturinn við netverslunina er sá að þú velur í körfu öll þau námskeið sem þú ætlar að skrá barn/börn þín í. Barn þarf ekki að hafa lögheimili hjá viðkomandi aðila sem kaupir námskeiðið, því geta allir skráð barn á námskeið, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur. 

Skráning fyrir hvert og eitt námskeið lýkur alltaf fimmtudeginum í vikunni áður en að námskeiðin byrja. 

ATHUGIÐ! Körfubolti, fótbolti og golf eru ekki inni í vefversluninni og fer skráning hjá þeim fram hér.  

Boðið er upp á gæslu milli kl. 8:00 – 9:00 og í hádeginu fyrir börn sem voru að ljúka við 1. og 2. bekk. Börnin hafi með sér nesti að heiman og þann útbúnað sem til þarf yfir daginn.  

Fylgið Sumar - TÍM á Facebook þar verðum við dugleg að setja inn upplýsingar um starfið. Ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við okkur á sumartim@skagafjordur.is

 

Hér má nálgast stundatöflu sumarsins 2020 hjá Sumar - TÍM og íþróttunum.  

 

Hlökkum til sumarsins með ykkur! 

Starfsfólk Sumar-TÍM