Fara í efni

Skráning er hafin á atvinnulífssýningu 2023

24.03.2023
Frá atvinnulífssýningu

Eins og tilkynnt var á dögunum hefur verið ákveðið að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20. – 21. maí nk. og hefur nú verið opnað fyrir skráningar.

Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði, vekja jákvæða athygli á samfélaginu okkar, kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir Skagfirðinga og gesti.

Atvinnulífssýningin verður haldin með sama sniði og fyrri sýningar árin 2010, 2012, 2014 og 2018. Sýnendum gefst kostur á að kynna starfsemi sína í sérstökum básum í íþróttahúsinu en jafnframt er heimilt að selja þar vörur. Þá er stefnt að því að halda málstofur um fjölbreytt málefni sömu daga.

Skráning og allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðunni og með því að smella hér.

Skráningarfrestur er til og með 27. apríl 2023.