Atvinnulífssýning 2023
Atvinnulífssýning verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 20. - 21. maí nk. Hér má finna allar helstu upplýsingar um sýninguna og upplýsingar um skráningu.
Hvað?
Atvinnulífssýningin verður haldin með sama sniði og fyrri sýningar árin 2010, 2012, 2014 og 2018. Sýnendum gefst kostur á að kynna starfsemi sína í sérstökum básum í íþróttahúsinu en jafnframt er heimilt að selja þar vörur. Þá er stefnt að því að halda málstofur um fjölbreytt málefni sömu daga. Svið verður á sýningarsvæðinu og hin ýmsu atriði sem fólk vill bjóða upp á eru mjög velkomin!
Hvers vegna?
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði, vekja jákvæða athygli á samfélaginu okkar, kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir Skagfirðinga og gesti.
Hvenær?
Laugardaginn 20. maí frá kl. 10-17 og sunnudaginn 21. maí frá kl. 10-16.
Fyrir hverja?
- Þjónustufyrirtæki
- Iðnfyrirtæki
- Matvælafyrirtæki
- Ferðaþjónustufyrirtæki
- Rannsóknaraðila
- Frumkvöðla/sprotafyrirtæki
- Veitufyrirtæki
- Skóla
- Veitendur opinberrar þjónustu
- Félagasamtök
- Menningarfélög
- Alla sem vilja miðla einhverju til sýningargesta
Hvað kostar?
Sýningakerfið (básar) er frá Sýningakerfum ehf. Innifalið í verðinu er rafmagn fyrir t.d. tölvur eða posa, lýsing og einföld merking á básnum (nafn fyrirtækis), vöktun á svæðinu, netsamband, húsaleiga o.s.frv.
Sérþarfir í rafmagni (t.d. sólarhringsrafmagn fyrir kæla eða rafmagn fyrir orkufrek tæki), aðgengi að vatni og öðru slíku þarf að greiða fyrir sérstaklega.
Ýmsar lausnir er hægt að leigja af eiganda sýningakerfisins, t.d. borð, stóla, blaðastanda, hillur, skápa o.s.frv.
Hægt er að skoða ýmsar útfærslur á básum á heimasíðu Sýningakerfa.
Verð m. vsk. fyrir algengar básastærðir:
4 fm kr. 24.000 | 14 fm kr. 80.000 |
6 fm kr. 35.000 | 16 fm kr. 90.000 |
8 fm kr. 46.000 | 18 fm kr. 100.000 |
10 fm kr. 57.500 | 20 fm kr. 110.000 |
12 fm kr. 69.000 |
Stærri básar eru í boði á meðan húsrúm leyfir.
Hvar pantar maður?
Tekið er á móti skráningum rafrænt og má nálgast pöntunarblaðið hér.
Ef óskað er eftir upplýsingum um leigu á borðum, stólum o.s.frv. frá Sýningakerfum er það tekið fram í pöntuninni. Hér má nálgast pöntunarblað fyrir aukahluti.
Tekið er á móti fyrirspurnum á netfangið heba@skagafjordur.is og í síma 455 6017.
Skráningarfrestur er til 27. apríl 2023. ATH! Framlengjum skráningarfrest til 5. maí.