Skipulagslýsing íþróttasvæðisins á Sauðárkróki

Íþróttasvæðið á Sauðárkróki
Íþróttasvæðið á Sauðárkróki

Skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið á Sauðárkróki er nú til kynningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa í ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og hér á heimasíðunni.  

Deiliskipulaginu er ætlað að skapa ramma um væntanlega breytingu á vallarsvæði íþróttasvæðisins þar sem m.a. er fyrirhugað að koma fyrir gervigrasvelli í stað núverandi grasvallar með afmarkandi girðingu og lýsingu á möstrum.

 Ábendingar við efni skipulagslýsingarinnar skal berast skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir miðvikudaginn 8. mars 2017.