Fara í efni

Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga

11.05.2018

Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga

 

Upphaf starfs: 1. júlí 2018 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.  

Starfssvið: Safnstjóri er í forsvari fyrir Byggðasafn Skagfirðinga. Helstuverkefni safnstjóra eru að annast daglegan rekstur safnsins, starfsmannamál, verkstýring starfsmanna, stefnumörkun safnsins og eftirfylgni, fjármögnun verkefna, fjárumsýslu vegna sýningahalds, vinnur fjárhagsáætlun, skýrslugerð, kynningar, markaðssetning, veitir safngestum ráðgjöf og leiðsögn, fræðslu og safnkennslu, ritstýrir og setur upp rit ásamt því annast útgáfu þeirra o.s.frv.

Menntunarkröfur: Háskólamenntun í menningarfræðum eða skyldum greinum.

Hæfniskröfur: Víðtæk reynsla af störfum á safni er skilyrði ásamt reynslu af stjórnun, rekstri og stefnumótun. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og a.m.k. ensku. Góð kunnátta á helstu tölvuforrit, s.s. word, excel og myndvinnslu.

Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.  Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og frumkvæði.

Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2018

Nánari upplýsingar: Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, í síma 455 6000 eða með því að senda fyrirspurn á astap@skagafjordur.is

Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini þarf að fylgja umsókn.

Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvött til að sækja um.

 

Byggðasafn Skagfirðinga er rekið af Sveitarfélaginu Skagafirði og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun.

Safnið starfar samkvæmt gildandi lögum um söfn, minjar og menningarverðmæti og hefur siðareglur Alþjóðaráðs safna (ICOM) að leiðarljósi. Hlutverk Byggðasafns Skagfirðinga er að safna, varðveita og rannsaka muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðla þeim til almennings. Áhersla er lögð á rannsóknir og miðlun upplýsinga um áþreifanlegar og óáþreifanlegar heimildir um menningararf héraðsins, einkum byggingaarf og mikilsverðar lífsháttabreytingar.