Náms- og starfsráðgjafi óskast til starfa við grunnskólana í Skagafirði

Náms- og starfsráðgjafi óskast til starfa við grunnskólana í Skagafirði

 

Upphaf starfs: Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall: Um framtíðarstarf er að ræða að lágmarki 80% starfshlutfall en vegna afleysinga er staðan 100% til 31.07.2019 og hugsanlega til frambúðar.

Starfssvið: Námráðgjafi vinnur skv. starfslýsingu náms- og starfsráðgjafa við grunnskólana í Skagafirði. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna

Menntunarkröfur: Hafa lokið háskólanámi í náms- og starfsráðgjöf og hafa starfsleyfi sem náms- og starfsráðgjafi. Gerð er krafa um bílpróf.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2018

Nánari upplýsingar: Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla, í síma 455-1101 eða oskargb@arskoli.is eða Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs, í síma 455-6088 eða has@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt  eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar sem og konur eru hvattir til að sækja um.