Fara í efni

Matráður óskast í Ráðhúsið

11.05.2018

Matráður óskast í Ráðhúsið

 

Upphaf starfs: 1. júní 2018 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 25% starfshlutfall.

Starfsheiti: Matráður I.

Lýsing á starfinu: Starfsmaður starfar á kaffistofu Ráðhúss og Sæmundargötu 7a. Helstu verkefni er að sjá um móttöku á aðsendum hádegisverði í Ráðhúsi, raða upp leirtaui, sjá um frágang, uppvask og létt þrif. Á Sæmundargötu sér starfsmaður aðallega um frágang, uppvask ásamt léttum þrifum.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, kurteisi, jákvæðni, samviskusemi og áreiðanleika í starfi. 

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2018

Nánari upplýsingar: Hrefna G. Björnsdóttir, mannauðsstjóri, í síma 455-6065 eða með því að senda fyrirspurn á hrefnag@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Í Ráðhúsi er boðið uppá aðsendan hádegisverð og hafa um 30 starfsmenn kost á að nýta sér hann.  Matráður tilheyrir Stjórnsýslu- og fjármálasviði sveitarfélagsins en helstu verkefni sem heyra undir sviðið eru almenn þjónusta við íbúa sveitarfélagsins, fyrirtæki og eigin starfsmenn og stofnanir.

Sveitarstjórn og fastanefndir hafa aðstöðu til fundahalda að Sæmundargötu 7 á efri hæð. Þar eru tveir fullbúnir fundarsalir. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa þar líka aðgang að vinnuherbergi.