Lausar byggingalóðir til úthlutunar í Varmahlíð

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum nýverið að auglýsa eftirfarandi íbúðarhúsalóðir í Varmahlíð lausar til úthlunar:
- Laugaveg 19
- Birkimel 29
- Birkimel 30

Ofangreindar lóðir eru auglýstar til úthlutunar þeim sem sýna áhuga á byggja íbúðarhús á lóðunum. Tekið skal fram að á lóðunum Birkimelur 28 og 30 er möguleiki að byggja hvort sem er eitt einbýlishús á hvorri lóð, eða parhús sem nær yfir báðar lóðir.

Lóðarblöð liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17- 21, Sauðárkróki, á skrifstofutíma frá 9-15. Einnig er hægt að nálgast gögn með því að smella hér

Umsóknarfrestur um lóðirnar verður frá 5. maí til og með 19. maí 2021.

Áhugasamir geta sótt um rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins eða sent inn skriflega umsókn á Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki eða senda á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is