Lausar lóðir

Sjá má lausar lóðir í kortasjá Skagafjarðar með því að smella hér

Leiðbeiningar um hvernig sjá má lausar lóðir 

Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda til loka árs 2023

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2022 að um lóðir sem byggingarleyfi er veitt fyrir frá og með 1. janúar 2023 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftirgreindum lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.

Niðurfellingin gildir um eru eftirtaldar lóðir á Hofsósi:
Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús).

Niðurfellingin gildir um eru eftirtaldar lóðir að Steinstöðum:
Lækjarbrekka nr. 2, 4, 6 og Lækjarbakki nr. 1.

Frá og með 1. janúar 2023 munu allar lóðir á Sauðárkróki og í Varmahlíð bera full gatnagerðargjöld. Gildir það um allar lóðir sem úthlutað verður í fyrsta sinn á Sauðárkróki og í Varmahlíð og einnig þær lóðir sem kunna að koma til endurúthlutunar, jafnvel þótt þeim hafi áður verið úthlutað án gatnagerðargjalds.

Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2023, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.

Fyrri samþykktir um niðurfellingu gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu falla niður frá og með 1. janúar 2023.


Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda til loka árs 2022

Samþykkt var á fundi sveitastjórnar  24.nóvember 2021, að framlengja frá og með 1. janúar 2022 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019.
Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020. Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2022 munu bera full gatnagerðargjöld. Ákvæðið varir til 31. desember 2022. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.

Upplýsingar um gjaldskrár lóða og fasteigna

Reglur um úthlutun lóða 

Umsókn um byggingarlóð (umsókn má einnig nálgast hér á PDF formi)


Algengar spurningar um lóðaúthlutanir og umsóknir

Má einstaklingur og fyrirtæki sækja saman um parhúsalóð?

Svar: Já það má. Einstaklingur má sækja um helming parhúsalóðar á móti félagi, hvort heldur í sinni eigu eða annarra, enda sé viðkomandi félag framkvæmdaaðili sem hefur það að markmiði að selja viðkomandi eign til þriðja aðila.

Má einstaklingur sækja einn um parhúsalóð með það markmið að byggja og selja svo aðra eða báðar íbúðirnar?

Svar: Já það má, enda sé viðkomandi lóð ein og óskipt lóð þegar sótt er um.

Í gr. 6.2 í úthlutunarreglum segir að parhúsahlóðum verði „úthlutað jafnt til framkvæmdaaðila sem og einstaklinga“. Þýðir þetta að 50% af lóðunum verði úthlutað til framkvæmdaaðila og 50% til einstaklinga eða merkir þetta bara að lóðirnar standa báðum þessum hópum til boða?

Svar: Þetta þýðir að báðum hópunum skuli jafnan boðnar slíkar lóðir en ekki að tryggt skuli að hvor hópur fái helmingi lóðanna úthlutað sér til handa.

 

Geta einstaklingar talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum, eða einungis félög?

Svar: Einstaklingar geta ekki talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum.

Gætt skal að því að ákvæði laga og reglugerða sem og annarra ákvæða úthlutunarreglna, en þau sem sérstaklega er spurt um, geta haft áhrif á möguleika umsækjanda til þess að fá lóð úthlutað eða halda þeirri lóð sem viðkomandi fær úthlutað, s.s. ákvæði um fjárhagslega getu, ákvæði um framkvæmdahraða. Í því sambandi verður að líta á byggingu beggja íbúða parhúsalóðar sem eina framkvæmd m.t.t. byggingaráforma, framvindu verks og áskilnaðar um framkvæmdahraða ofl.


Frekari upplýsingar um lausar lóðir í Skagafirði veitir Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar,  

skipulagsfulltrui(hja)skagafjordur.is