Lausar lóðir

Lausar byggingarlóðir eru ávallt til á skipulögðum svæðum í sveitarfélaginu. Lóðir fyrir íbúðarhúsnæði eru lausar á Sauðárkróki, Varmahlíð,  Hofsósi og á Steinsstöðum. Á þessum stöðum eru einnig lausar iðnaðar- og athafnalóðir. Skipulags – og byggingarfulltrúi gefur allar nánari upplýsingar um lausar lóðir í Sveitarfélaginu. Þá er unnið að því að gera byggingarhæfar lóðir fyrir frístundahús á skipulögðu svæði í Steinsstaðabyggð.

Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda til loka árs 2017

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2017 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2017. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka. 

Samþykkt á 756. fundi byggðarráðs 8. september 2016 og 346. fundi sveitarstjórnar 20. september 2016.

Upplýsingar um gjaldskrár lóða og fasteigna

Hér má sjá yfirlitskort yfir lausar lóðir:

Sauðárkrókur

Hofsós

Varmahlíð

 

Frekari upplýsingar um lausar lóðir í Skagafirði:

Skipulags- og byggingafulltrúi:

 Mynd Jón Örn Berndsen  

  Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingafulltrúi   
  Netfang: jobygg(hja)skagafjordur.is