Fara í efni

Framlengdur umsóknarfrestur um stöðu umsjónarkennara, kennslu verkgreina og baðvörslu í Grunnskólanum austan Vatna

05.07.2017

Umsóknarfrestur um nokkrar stöður í Grunnskólanum austan Vatna hefur verið framlengdur til og með 19. júlí næstkomandi. Um er að ræða 80% stöðu umsjónarkennara á starfsstöð skólans á Sólgörðum í Fljótum og kennslu verkgreina, 20% starfshlutfall við smíðakennslu á Hofsósi og 20% stöðu við smíðar og handmennt á Hólum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.

Umsóknarfrestur um stöðu baðvarðar hefur einnig verið framlengdur til og með 19. júlí og er um að ræða  20% starfshlutfall á Hofsósi og 10% á Hólum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknir sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða hér á heimasíðunni skagafjordur.is (laus störf).

Upplýsingar veitir Jóhann Bjarnason skólastjóri GAV í síma 865-5044 eða johann@gsh.is

Nánar má kynna sér störfin hér.