Fara í efni

Búsetuþjónusta við Fellstún 19b auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni

09.10.2017

 Búsetuþjónusta við Fellstún 19b auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni

 

Upphaf starfs: 25. október 2017 eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfshlutfall: 70% starfshlutfall.

Starfsheiti: Starfsmaður á heimili fyrir fatlaða II.

Lýsing á starfinu: Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs, umönnun, skipuleggja afþreyingu og erindi utan heimili. Nálægð við þjónustuþega er mikil. Önnur verkefni eru t.d. heimilisstörf, s.s. þvottar, þrif og matargerð. Starfsmaður fylgir þjónustuþega vegna ýmissa erinda utan heimilis.

Vegna hlutlægra þátta, sem tengjast starfinu, í samræmi við 26. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, er að þessu sinni sérstaklega óskað eftir konu í starfið.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Starfið felur í sér þó nokkra líkamlega áreynslu og þarf því umsækjandi að vera líkamlega hraustur. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Unnið er í vaktavinnu, þó ekki á næturvöktum.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2017

Nánari upplýsingar: Sigþrúður Jóna Harðardóttir, forstöðumaður búsetu, í síma 455-6082, eða með tölvupósti; sigthrudurh@skagafjordur.is.   

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.