Fara í efni

Auglýsing vegna breytinga á aðalskipulagi 2009-2021

31.03.2017
Skagafjörður

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt að auglýsa verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sem VSÓ rággjöf vann fyrir sveitarfélagið og er dagsett í mars 2017.

Tillaga er gerð um sex breytingar:

A) Val á legu Blöndulínu 3, háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar.

B) Sauðárkrókslína 2, jarðstrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

C) Virkjanakostir í Skagafirði, landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar.

D) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út og skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota.

E) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki, ný staðsetning tengivirkis og rafstrengur að því frá tengivirki í Kvistahlíð og breytt landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð.

F) Ný efnistökusvæði, skoðaðir verða 12 námukostir til að bregðast við efnisþörf vegna styrkingar raforkukerfis.

 

Verk- og matslýsingin er aðgengileg hér á heimasíðunni og í ráðhúsinu til 26. apríl næstkomandi.