Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Sveinstún, Flæðagerði, Hofsós, Sauðárkrókskirkjugarður og Varmahlíðarskóli

07.06.2023

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 13. fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru samtals fimm og taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki og Hofsósi, íþróttasvæðis hestamanna á Sauðárkróki, kirkjugarðsins á Nöfum og Varmahlíðarskóla og nágrenni. Samhliða eru auglýstar tillögur að deiliskipulagi fyrir hvert svæði í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.


Skipulagstillögurnar eru auglýstar frá 7. júní til og með 19. júlí 2023.
Vegna verkfalla aðildarfélaga er afgreiðsla ráðhússins lokuð. Ekki er unnt að hafa tillögurnar til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa á meðan verkföllum stendur. Tillögurnar er hægt að nálgast á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir varðandi skipulagstillögurnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 19. júlí 2023.

 

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

 

Hér er nánar fjallað um tillögurnar og viðfangsefni:

 

Íbúðarbyggð á Sauðárkróki – Sveinstún

Tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er um 8,8 ha að stærð og afmarkast af Sæmundarhlíð, Skagfirðingabraut og Sauðárkróksbraut. Í skipulaginu er skilgreind ný íbúðarbyggð með aðkomu frá Sæmundarhlíð. Gert er ráð fyrir 84 íbúðum á 38 lóðum fyrir einbýli, par-, rað-, og fjölbýlishús. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Viðfangsefni breytingarinnar felur í sér stækkun á land-notkunarreit fyrir íbúðarbyggð nr. ÍB410 til suðurs inn á hluta reits SL402 sem fær nýja landnotkun sem opið svæði. Breytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða á svæðinu í 85 íbúðir í einbýli, par-, rað-, og fjölbýlishúsum. Breyting er gerð á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks og greinargerð.

Sjá nánar hér

 

 

Íbúðarbyggð á Hofsósi – sunnan Kirkjugötu

Tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er um 3,4 ha að stærð. Í skipulaginu eru skilgreind lóðarmörk, byggingarreitir, bílastæði og göngu-leiðir á svæðinu. Í kjölfar athugasemda sem bárust á auglýsingatíma í árslok 2022 voru gerðar breytingar á skipulagsuppdrætti og greinagerð. Á fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2023 var samþykkt að endurauglýsa tillöguna. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Breytingin felst í að bæta við fjölda nýrra íbúða fyrir íbúðar-svæði ÍB602. Markmið og ákvæði um íbúðarbyggð á Hofsósi haldast óbreytt. Breytingin er aðeins sett fram í töflu 6.1 en afmörkun svæðisins á þéttbýlisuppdrætti Hofsóss er óbreytt.

Sjá nánar hér

Flæðagerði – íþróttasvæði hestamanna

Tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er um 33 ha að stærð og afmörkunin samsvarar íþróttasvæði nr. ÍÞ404 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Viðfangsefni skipulagsins eru m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir hesthúsalóðum, að leggja til planlegu nýrrar götu í Tjarnargerði og skilgreina lóðamörk, byggingarreiti og skilmála. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Breytingin er felur í sér að leyfilegt byggingarmagn á íþróttasvæði ÍÞ404 er aukið. Að öðru leyti er stefna um landnotkun á íþróttasvæðinu, stærð þess og afmörkun á þéttbýlisuppdrætti óbreytt. Breyting er gerð á töflu í greinargerð.

Sjá nánar hér

Sauðárkrókskirkjugarður

Tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er 5,4 ha og er staðsett á Nöfum þar sem er núverandi kirkjugarður. Í skipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir tengt starfsemi kirkjugarðsins, stígakerfi, dvalarsvæði og framtíðar-fyrirkomulag grafarsvæða í garðinum. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Breytingin er felur í sér landnotkunarreitur fyrir Sauðárkróks-kirkjugarð K401 er stækkaður til suðurs og stærð aðliggjandi opins svæðis OP405 og afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF401 breytt til samræmis. Breyting er gerð á þéttbýlis-uppdrætti Sauðárkróks og í greinargerð.

Sjá nánar hér

 

Varmahlíðarskóli og nágrenni

Tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er um 5,6 ha að stærð. Í skipulaginu eru skilgreind gatna- og stígakerfi, lóðarmörk, byggingarreitir og byggingarskilmálar m.a. fyrir nýja leikskólabyggingu. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð og skýringaruppdrætti.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Breytingin felur í sér stækkun svæðis samfélagsþjónustu S501 til vesturs inn á hluta skógræktar- og landgræðslu-svæðis SL501 og íþróttasvæði ÍÞ501. Afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæði AF501 við vesturmörk íþróttasvæðis er einnig breytt lítilsháttar. Ekki er lögð til breyting á stefnu um landnotkun svæðanna eða byggingarmagn. Breyting er gerð á þéttbýlisuppdrætti Varmahlíðar og greinargerð.

Sjá nánar hér