Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Steinsstaðir

22.11.2023
Tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð á Steinsstöðum

Tillaga að deiliskipulagi Íbúðarbyggð Steinsstöðum

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 19. fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsgögn eru skipulagsuppdráttur með greinargerð unnin af Stoð verkfræðistofu fyrir hönd Skagafjarðar, dagsett 26. október 2023.

Stærð skipulagssvæðis er 3,4 hektarar og er svæðið innan íbúðarbyggðar ÍB-801 og skilgreinds þéttbýlis Steinsstaða í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Innan skipulagssvæðisins eru 7 íbúðarlóðir auk grænna svæða. Í skipulaginu eru skilgreind lóðarmörk og byggingarskilmálar fyrir núverandi lóðir auk 12 nýrra lóða við Lækjarbrekku og Lækjarbakka. Aðkoma að lóðum við Lækjarbrekku er af Merkigarðsvegi og var staðsetning vegtenginga unnin í samráði við Vegagerðina.

Tillagan er auglýst frá 22. nóvember 2023 til og með 10. janúar 2024. Hægt er að skoða skipulagstillöguna í nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 797/2023. Tillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi deiliskipulagstillöguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir máli númer 797/2023 í síðasta lagi 10. janúar 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Tillaga að deiliskipulagi - Íbúðarbyggð Steinsstöðum

Hlekkur á Skipulagsgátt