Auglýsing um deiliskipulag - tengivirki í Varmahlíð

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð sem hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tengivirkið er á lóðinni Reykjarhóll lóð landnúmer 146062. Deiliskipulagið er fyrir nýtt 66 kV tengivirki sem mun taka við hlutverki 66 kV hluta tengivirkis á lóðinni sem lagt verður niður í kjölfarið.

Tillagan liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins frá og með 20. ágúst til og með 2. október 2019. Tillagan er einnig aðgengileg hér á heimasíðunni.

Athugasemdir eða ábendingar skulu berast skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa í síðasta lagi 2. október á netfangið jobygg@skagafjordur.is eða í ráðhúsið Skagfirðingabraut 17-19.