Fara í efni

Auglýsing Sauðárkrókshöfn dýpkun 2018, mat á umhverfisáhrifum og ákvörun matsskyldu

12.06.2018
Sauðárkrókshöfn árið 2013

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að fyrirhuguð dýpkun í Sauðárkrókshöfn  sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skal því framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Annars vegar er um að ræða dýpkun á snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara, samtals um 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun.

Ákvörðunin liggur frammi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði í afgreiðslu ráðhússins, á heimasíðu   og einnig hjá Skipulagsstofnun www.skipulag.is.