Fara í efni

Árskóli óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

08.09.2017

 Árskóli óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

 

Upphaf starfs: 25. september 2017 eða eftir samkomulagi.

Starfsheiti: Matráður II.

Starfshlutfall: 50% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Almenn vinna í mötuneyti. Í starfinu felst meðal annars undirbúningur og framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áraðanleika í starfi. Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi er æskileg.

Vinnutími: Dagvinna. Unnið er fyrir hádegi.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2017

Nánari upplýsingar: Kristín Jónsdóttir, matráður í mötuneyti Árskóla, í síma 863-6806 eða eldhus@arskoli.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilsrká er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Árskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur sem búa á Sauðárkróki, í Hegranesi, á Reykjaströnd og á Skaga. Í Árskóla vinnur sérmenntað starfsfólk saman að því að mæta ólíku einstaklingum með krefjandi verkefnum við hæfi hvers og eins. Starfsemi Árskóla fer fram í húsnæði skólans við Skagfirðingabraut. Í Árskóla starfa um 420 manns, þar af stunda um það bil 340 nemendur við nám. Skólinn er deildaskiptur í yngsta stig, miðstig og unglingastig. Hann er einsetinn og hefst skólastarf kl. 08:10 alla virka daga. Skólahúsið er opnað klukkan 07:30 á morgnana. Boðið er upp á morgunmat og hádegismat í mötuneyti skólans og geta allir nemendur og starfsmenn nýtt sér það.