Fara í efni

Aðstoðarskólastjóri - Varmahlíðarskóli

04.05.2018

Upphaf starfs: 1. ágúst 2018.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfssvið: Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra, hann ber ábyrgð á og stjórnar daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra. Hann er faglegur forystumaður innan skólans og tekur ásamt öðrum stjórnendum þátt í að móta skólabrag og menningu stofnunarinnar. Þátttaka í gerð skólanámskrár, stefnumótunar og annarra áætlana er hluti af starfinu.

Menntunarkröfur: Starfsleyfi sem grunnskólakennari. Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi er æskilegt. Framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg.

Hæfniskröfur: Reynsla af stjórnun er æskileg.

Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.  Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og frumkvæði. 
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör:  Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Skólastjórafélag Íslands.

Umsóknarfrestur: Er til og með 27. maí 2018.

Nánari upplýsingar: Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri Varmahlíðarskóla, í síma 455 6023/899 6698 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið hannadora@varmahlidarskoli.is.Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, í síma 455 6088 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið has@skagafjordur.is.

Umsóknir:Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini þurfa að fylgja umsóknum. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is  (laus störf).  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Í Varmahlíðarskóla eru um 110 nemendur í 1.-10. bekk. Flestir nemendur skólans koma úr Varmahlíð og dreifbýli í framanverðum Skagafirði. Varmahlíðarskóli leggur áherslu á faglegt, fjölbreytt og sveigjanlegt starf með nemendum, foreldrum, starfsmönnum og grenndarsamfélaginu. Nám er kjarni skólastarfsins og efling náms er meginviðfangsefni starfsmanna skólans. Varmahlíðarskóli starfar sem heilsueflandi grunnskóli og leggur áherslu á hreyfingu og heilbrigða lífshætti.