Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

30. fundur 18. nóvember 2016 kl. 13:00 - 14:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Árni Egilsson, starfsmaður Skagafjarðarveitna, sat fundinn.

1.Fjárhagsáætlun 2017 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1611147Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarveitur fyrir árið 2017 lögð fram.

Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

2.Skagafjarðarveitur - framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1611148Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að nýframkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2017.

Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

3.Gjaldskrá 2017 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1611149Vakta málsnúmer

Ræddar voru gjaldskrárbreytingar hitaveitu og vatnsveitu.

Nefndin leggur til að lágmarks vatnsgjald vatnsveitu verði hækkað úr 40kr/m3 í 41,2kr/m3 og hámarks vatnsgjald úr 47,75kr/m3 í 49,20kr/m3. Einnig er lagt til að notkunargjald, mælaleiga og heimæðargjöld vatnsveitu hækki um 5%.

Nefndin leggur til að gjaldskrá hitaveitu verði ekki hækkuð.

Vísað til Byggðarráðs.4.Ísland Ljóstengt - áframhaldandi uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði.

Málsnúmer 1610292Vakta málsnúmer

Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Langholtinu eru hafnar og verið er að vinna í heildaráætlun á ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í samvinnu við Mílu ehf.

5.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mælavæðingar þéttbýlis og niðurstöður álestra af nýjum mælum.

6.Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu

Málsnúmer 1509046Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við Verið - Hólaskóla vegna sjóveitu.

Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.

7.Hitaveituhola HH-01 við Hverhóla.

Málsnúmer 1611150Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi vegna nýtingar á hitaveituholu við Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi.

Nefndin samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningi við landeiganda.

Fundi slitið - kl. 14:35.